Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Page 211
Yfirlit yfir sögu lúthersrannsókna
ýmsum myndum hjá alþýðu í kaþólskum löndum, en því miður einnig hjá þeim
er höfðu og hafa enn allar aðstæður til að vita betur. Þannig á Lúther t.d. að hafa
þjáðst af ofsóknarbrjálæði, hafa verið þunglyndissjúklingur og svallari, eða jafn-
vel að áhugi hans á að komast í hjónaband hafi verið megin driffjöður siðbótar-
innar osfrv. Niðurstaða þeirra sem þetta halda er sú að siðbótin var hræðilegt slys
sem þessi „breyski“ maður olli. Þessi túlkunarhefð hefur haldist nær óskert fram
á okkar daga innan rómverk-kaþólsku kirkjunnar. Árið 1549, þremur árum eftir
dauða Lúthers, kom út ævisaga sem humanistinn og guðfræðingurinn Jóhannes
Cochláus skrifaði um Lúther.4 Hún er „blanda af hatursfullum athugasemdum
við atburði í lífi Lúthers, brengluðum frásögnum og lygi“ eins og kaþólski
guðfræðingurinn Kurt Koch orðar það.5 Þessi mynd var dekkt til muna í
umfjöllun Jesúítareglunnar sem Ignatius frá Loyola stofnaði. í afmælisriti þeirra
frá 1640 er Lúther ekki einungis kallaður „hneykslisblettur Þýskalands“, „svín
Epikursar“ heldur einnig „tortímandi Evrópu“ og „hryllilegasta skrímsli jarðar-
kringlunnar11.6 Þessi framsetning á ævi Lúthers mótaði nær alla túlkun rómversku
kirkjunnar á verki siðbótarmannsins fram undir miðja tuttugustu öld. Helsti full-
trúi þessarar hefðar á okkar öld er dómínikaninn Heinrich Suso Denifle sem
skrifaði um Lúther mikið rit.7 Denifle reynir að sýna fram á (með óhemju mikl-
um tilvitnunum) að Lúther standist engan veginn þær kröfur sem gera má til sið-
menntaðs og ábyrgðarfulls manns, hvað þá til kristins manns. Rót þessa persónu-
brests Lúthers telur Denille sé að finna í því að honum hafi ekki tekist að hafa
hemil á kynhvöt sinni. Denifle les guðfræði Lúthers út frá þessum „forsendum“
sínum. Það gefur að skilja að syndaskilningur Lúthers og áhersla hans á réttlæt-
ingu af trú eru harðlega gagnrýnd. Niðurstaða Denifle er því óvægin og líkist
meir aftöku en sögulegu mati. Hann segir:
Lúther er óvenjulegur niðurrifsmaður og uppreisnarseggur sem ruddist í gegnum söguskeið sitt
og reif öll þau verðmæti niður er fyrri öld virti. Hann var vélari er hneppti hundruð þúsunda í
sína afdrífaríku villu. Hann var falsspámaður, lygari og blekkingarsmiður.8 * *
Sömu sögu er að segja um bók Jesuítans Hartmann Grisar Luther sem kom
4 Commentaria de actis et scriptis Lutheri, kom út árið 1549 og var þýdd á þýsku 1580 og 1582.
Þessi ævisaga var oft endurútgefin. Remigius Baumer reynir að draga úr óréttmætri gagnrýni
Cochláus á Lúther í greini sinni um hann. Sjá Baumer: Johannes Cochlaus, 140-146, 145.
5 Koch: Gelahmte Ökumene, 108.
6 Koch: Gelahmte Ökumene, 108.
7 Luther und Luthertum in ihrer ersten Entwicklung, bindi 1-2.
8 „Luther ist ein aussergewöhnlicher Umsturzmann, ein Revolutionar, der durch sein Zeitalter
wie ein Dámon hingegangen und riicksichtslos zu Boden getreten, was ein Jahrhundert vor ihm
verehrt hatte; ein Verfuhrer, der Hunderttausende in seine verhángnisvollen Irrttimer mit
fortriss; ein falscher Prophet, ein Liigner und Betriiger.” Tilv. fengin hjá Koch: Gelahmte
Ökumene, 109.
209