Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Page 217
Yfirlit yfir sögu lúthersrannsókna
að réttlæta eigin hegðun og kenningar. Áhersla píetismans á persónu Lúthers og
trúarlíf leiddi því ekki til frjórra lútherrannsókna.
Upplýsingarstefnan
Upplýsingarstefnan og píetisminn eru um margt líkar stefnur, mætti tala hér um
tvær hliðar á sömu mynt. Á meðan fulltrúar píetismans einblína á innra líf ein-
staklingsins, eða „hjarta“ hans, einbeita fulltrúar upplýsingastefnunnar sér að lífi
einstaklingsins með tilliti til skynsemi hans. Það sem sameinar báðar þessar
stefnur er einstaklingshyggjan. Það mætti því ætla að fulltrúar upplýsingarstefn-
unnar einbeittu sér að kenningu Lúthers andstætt píetismanum en svo er ekki.
Lúther er fyrst og fremst metinn af þeim sem baráttumaður samviskufrelsisins og
skynseminnar,29 er reis upp gegn oki miðaldarhugsunar og valdboði Rómar.
Hugsunin um framþróun manns og heims mótar alla framsetningu þeirra. Það
starf er hófst með Lúther nær nú hápunkti í starfi upplýsingarmanna og baráttu
þeirra fyrir frelsi, umburðarlyndi og endanlegu úrskurðarvaldi skynseminnar.
Þau atriði er stönguðust á við þessa hugsun í ritum Lúthers voru túlkuð sem
blinda er stafaði af miðaldarhugsun hans. Dæmigerður fulltrúi þessa skilnings er
Jóhann Salomo Semler (1725-1791) en hann var brautryðjandi í gagnrýnum
sögurannsóknum. Hann beitti þeirri aðferð í Lúthersrannsóknum og barðist gegn
einföldun samtíðarmanna sinna á starfi Lúthers. Semler benti á að Lúther hafi
verið barn síns tíma og þar með einnig guðfræði hans. Niðurstaða hans líkist þó
mati samtímamanna hans um Lúther, að mönnum beri að velja það úr sem upp-
lýsingarstefnunni henti, en hafna því er orkaði framandi. Guðfræði Lúthers var
ekki nýtt til gagnrýni á eigin samtíð upplýsingarmannanna.
Gotthold Ephraim Lessing (1729-1781) sem stendur sögulega séð á mörkum
upplýsingarstefnunnar og þýsku hughyggjunnar (idealismans), gagnrýnir einnig
einföldun á kenningum Lúthers og bendir á þá spennu er rrkir á milli opinberunar
og skynsemi í hugsun Lúthers. Hann gerir sér einnig grein fyrir dýpt trúarhug-
taks Lúthers. Hann lofar Lúther fyrir að hafa losað manninn undan oki geldra
hefða og oki Rómar. En við megum ekki láta hér staðar numið heldur leiða sið-
bótina að marki sínu með að losa manninn undan valdi bókstafstrúar, játning-
anna og ritningarinnar.30 Andi Lúthers er andi frelsisins sem við verðum að túlka
á hverri tíð. Þrátt fyrir að Lessing hafi áttað sig á nokkrum meginþáttum í hugsun
29 Karl-Heinz zur Miihlen hefur skrifað ágæta grein um þetta: „Die von Luther herkommende
Komponente der Aufklarung in Deutschland".
30 Lessing: Gedanken iiber die Herrenhuter, 185-196. Ritið kom út árið 1750. Sjá einnig Born-
kamm: Lutherim Spiegel der Deutschen Geistgeschichte, 199-200.
215