Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Page 218
Sigurjón Árni Eyjólfsson
Lúthers eins og trúarhugtakinu, hinum bundna vilja og reiði Guðs31 tekst honum
ekki að nýta sér þá þekkingu til beinskeittrar gagnrýni á sína samtíð.
Heimspekingurinn Gottfried Wilhelm Leibniz (1646-1716) reyndist djúp-
skyggn í Lútherrannsóknum sínum. Leibniz áttar sig vel á muninum á trúarhug-
taki Lúthers og trúarskilningi skólaspekinnar. Trúarhugtak Lúthers líkist ekki trú
skólaspekinnar, sem er einungis bundin við skilning mannsins. Hún er mun
meira tengd vilja mannsins. Trú er þar með traust er umvefur allan veruleika
hans. En Leibniz nýtir sér einnig þekkingu sína á Lúther er hann fjallar um raun-
veruleika hins illa og það vandamál sem það orsakar gagnvart veruleika almættis
Guðs32. Leibniz grípur hér til hugsunar Lúthers í riti hans De servo arbitrio um
hinn hulda Guð. Leibniz lætur óskýranleika þjáningarinnar ekki standa eins og
Lúther gerir, heldur reynir að skilgreina hana út frá uppeldislegu sjónarmiði sem
virkan þátt er Guð notar í viðhaldi og starfi sínu í heiminum. Hugmynd Leibniz
um uppeldislegt gildi þjáningarinnar náði mikilli útbreiðslu innan þýsku hug-
hyggjunnar.33
Lúthertúlkun „þýsku hughyggjunnar“, „rómantísku stefnunnar“
og aldamótaguðfræðinnar
Þýska hughyggjan
Hugsuðir þýsku hughyggjunnar studdust við lúthertúlkun Lessings og Leibniz
og reyndu að dýpka skilning sinn á þeim hugmyndum er Lúther fæst við í guð-
fræði sinni.
Þó að heimspekingurinn Immanuel Kant (1724-1804) hafi varla þekkt annað
af ritum Lúthers en Frœðin minni, nokkra sálma og örfá rit önnur, er skyldleiki
hugsunar þeirra mikill. Þessi tengsl er fyrst og fremst að finna í skilgreiningu
beggja á hlutverki skynseminnar. Stórvirki Kants er greining hans á starfsviði
skynseminnar og hvernig hann sýnir fram á takmörk hennar. Hann sýnir á skýran
máta verksvið skynseminnar, sem er annars vegar að skilgreina þau hugtök er
maðurinn notar til að greina og vinna úr með reynslu mannsins, og hins vegar að
finna skynsamlegan grundvöll fyrir siðferðilegri hegðun manna. Þessi greining
Kants er um margt lík túlkun Lúthers á hinni svokölluðu fyrstu notkun lögmáls
Guðs. Þar sem maðurinn notar skynsemi sína til að greina það lögmál er Guð
mótaði og mótar heiminn með, þá bæði náttúrulögmálin og siðalögmálin, þessi
31 Ihugun Lessings um reiði Guðs og um tilgangsleysi þjáningarinnar kemur vel fram í leikriti
hans Nathan der Weise. Barth: Die protestantische Theologie im 19. Jahrhundert, 212, 230-
236. Megináhersla Lessing liggur þó á skynsemistrúnni. Sjá von Loewenich: Luther und der
Neuprotestantismus, 16-22.
32 Leibniz: Essais de Théodicée, 1-365. Ritið kom út árið 1710.
33 Windelband: Lehrbuch der Geschiclite der Philosophie, 420-422; Schrey: Theodizee, 740nn.
216