Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Side 219
Yfirlit yfir sögu lúthersrannsókna
greining beinist að heiminum. Menn mega ekki rugla henni saman við kenning-
una um aðra notkun lögmálsins, en samkvæmt henni er lögmálið þá notað af
Guði til að opinbera manninum uppreisn hans. Lúther skilur hér á milli í grein-
ingunni, þó að maðurinn upplifi lögmálið alltaf sem eina heild. Verksvið skyn-
seminnar beinist að fyrstu notkun hjá Lúther. Andspænis annarri notkun lög-
málsins guggnar skynsemin, en einmitt þessi staðreynd kemur vel í ljós við erfið-
leika Kants þegar hann reynir að skilgreina raunveruleika hins illa. Skyldleiki
Kants og Lúthers í lögmálstúlkun þeirra er augljós. Þó Kant hafi ekki lesið mikið
í ritum Lúthers er hann mótaður af hefð lútherdómsins.34
Andstætt Kant las Georg Wilhelm Friedrich Hegel (1770-1831) mikið af rit-
um Lúthers og leit á sig sem lútherskan heimspeking. Hann sótti mikið í guð-
fræði hans og umskapaði og aðlagaði að sínu hugmyndakerfi. Lútherstúlkun
Hegels er mjög umfangsmikil.35 Hegel álítur siðbótina vera endanlegt uppgjör
við kirkjuna sem stofnun, og veldur hér mest áhersla siðbótarmanna á að hinn
trúaði hafi beinan aðgang að Guði í orði og trú. Hegel bendir á í þessu sambandi
að sannleiksskilningur Lúhers yfirvinni annmarka sannleikshugtaks skólaspek-
innar. Innan skólaspekinnar og miðaldakirkjunnar var sannleikurinn ætíð skilinn
sem framgenginn sannleikur um eitthvað. Sannleikurinn var ætíð eitthvað fyrir
utan manninn er hann hafði ekki fulla aðild að heldur nálgaðist stöðugt. Aðgrein-
ingin á milli hugar (subjekts) greinandans, þ.e. mannsins, og hlutar (objekts)
sannleikans, þ.e. kenningarinnar, gat í þessu hugmyndakerfi aldrei orðið að
sjálfsmeðvitund mannsins. í siðbótinni er skrefið stígið til fulls, þar sem sann-
leikurinn er skilinn sem sögulegur veruleiki. Þannig er hann í senn huglægur og
hlutlægur. Sem slíkur er sannleikurinn raunveruleiki sem maðurinn á fulla hlut-
deild í og tilheyrir sjálfsmeðvitund hans. Maðurinn hefur þar með fulla aðild að
sannleikanum, en ekki hluta af þekkingu. Maðurinn er því ekki háður stofnunum
í miðlun sannleikans. En frelsi er ekki bara frelsi undan kenningarlegu valdi,
heldur mun fremur að maðurinn binst sannleikanum. Munurinn á Hegel og Lúth-
er er augljós ef borinn eru saman skilningur Hegels á því sem er fyrir utan mann-
inn og túlkun Lúthers á „Orðinu“ sem er sögulega skilyrt, heilagt og mætir
manninum (verbum extrenum) í predikuninni. Samkvæmt Hegel er andinn í senn
hinn hlutlægi og hinn huglægi andi. Hið huglæga og hið hlutlæga samsamast
hvort öðru. Þessi samsömun er í grundvallar andstöðu við skilning Lúthers á orð-
inu, maðurinn öðlast vissulega hlutdeild í veruleika orðsins, en hún eyðir aldrei
því að orðið kemur alltaf utan frá.
34 Bernhard Lohse yfirsést í umfjöllun sinni skyldleika í verkefnavali og meðhöndlun efnisins hjá
Lúther og Kant. Sjá Lohse: Martin Luther, 223.
35 Ulrich Asendorf hefur fjallað mjög ítarlega um Lúther og Hegel í riti sínu: Luther und Hegel.
Untersuchung zur Grundlegung einer neuen systematischen Theologie.
217