Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Side 220
Sigurjón Árni Eyjólfsson
Lúther bindur trúna við orðið og ef við höfum orðið höfum við sannleikann,
þ.e. orðið og sannleikurinn er eitt og hið sama. Orðið er það sem það vísar til.
Þessi skilningur hefur ekkert að gera með huglægni nútímans því að sjálf manns-
ins er bundið að orðinu er virkja sannleikann í því. Mælikvarði alls er því orðið
en ekki sjálf mannsins.36 Maðurinn og orðin leysast ekki upp í „syntesu“ hjá
Lúther.37
Rétt er að geta þess að Hegel lofar Lúther fyrir að hafa bundið kirkjuna við
vald furstanna, en einmitt þessi túlkun hafði neikvæð áhrif á mat seinni tíma
manna á Lúther.38
Lútherskilningur rómantísku stefnunnar
Fulltrúar rómatísku stefnunnar ráðast harkalega á þá mynd sem píetisminn og
upplýsingastefnan draga upp af Lúther og þá einkanlega þann skilning sem hug-
hyggjan leggur í verk hans. Af fulltrúum rómantísku stefnunnar má sérstaklega
nefna Novalis (1772-1801).39 Þeir lofa Lúther ekki sem frelsishetju, þjóðernis-
sinna eða sem mann víðsýni og samviskufrelsis. Þvert á móti, þeir yfirtaka margt
úr gagnrýni rómversk-kaþólsku kirkjunnar. í gagnrýni þeirra á Lúther og lúther-
dóminn er sett fram huglæg og litrík mynd af miðöldum, þar sem ríki, kirkja og
menning áttu að hafa myndað eina samstæða heild. Þeir álitu að þjóðskipulag
miðalda hafi ekki einungis verið til fyrirmyndar heldur hafi miðaldir verið „gull-
öld“ vestrænnar menningar. Þeir viðurkenna að vísu að á síðmiðöldum fari að
halla undan fæti og nauðsyn siðbótar hafi verið mikil, en sú siðbót hafi aldrei átt
að lúta foryrstu Lúthers. Margir fulltrúar rómantísku stefnunnar sáu í honum
menningarsnauðan bóndadurg á munkaklæðum. Samkvæmt þeim áttaði Lúther
sig alls ekki á nauðsyn þeirrar réttu siðbótar er húmanisminn og þar á undan end-
urreisnarstefnan stefndu að. f menningarsnauðri blindu batt hann siðbót sína við
dauðar kirkjujátningar og bókstafstrú. Siðbót Lúthers varð að menningarsnauð-
um harmleik þar sem eining miðaldaskipulagsins leystist upp í fjölda stríðandi
þjóða og kirkjudeilda. Afleiðing þessa er skynsemishyggja og trúleysi nútím-
ans.40 Framtíðarsýn Novalis er nýjar miðaldir þar sem páfi beitir mótmælendur
36 Mostert: Luther: III. Wirkungsgeschichte, 573nn.
37 Mostert: Luther III. Wirkungsgeschichte, 575; Bornkamm: Luther im Spiegel der Deutschen
Geistesgeschichte, 35n.
38 Lúthertúlkun Feuerbachs og marxismans þarf sérstakrar umfjöllunar við. Sjá Bayer: Gegen
Gott fiir den Menschen- Feuerbachs Lutherrezeption, 205-241.
39 Novalis er skáldanafn Friedrich Freiherr von Hardenberg. Grundvallarrit gagnrýni fulltrúa
rómantísku stefnunnar er eftir hann: Die Chrístenheit oder Europa. Ein Fragment, 25nn. Afrit
er að fmna hjá Bornkamm: Luther im Spiegel der Deutschen Geistesgeschichte, 237-242.
40 Bomkamm: Luther im Spiegel der Deutschen Geistesgeschichte, 37; Novalis: Die Christenheit
oder Europa, 240-42.
218