Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Blaðsíða 222
Sigurjón Arni Eyjólfsson
sögu. Samkvæmt Ritschl markar siðbótin upphaf nútímans. Kenning Ritschl olli
straumhvörfum og menn beindu nú sjónum sínum í æ rfkari mæli að hlutverki
Lúthers og siðbótarinnar í sögulegri þróun og mótun nútímans. Ritschl áttaði sig
á að margt í guðfræði Lúthers stangaðist á við nútíma hugsun og hér er helst að
nefna kenningu Lúthers um hinn hulda Guð. Ritschl álítur Lúther að mörgu leyti
bundinn af arfleifð frumspeki miðalda og nafnhyggjunni (Nominalisma). Við
verðum þar með að greina á milli þess sem tilheyrir miðöldum og þess er tilheyr-
ir nútímanum í guðfræði Lúthers. En þrátt fyrir þetta er Lúther upphafsmaður nú-
tímahugsunar að mati Ritschl.
Ernst Troeltsch (1865-1923) rannsakar ítarlega þjóðfélagslegar forsendur sið-
bótarinnar út frá niðurstöðum Ritschl og kemst að andstæðri niðurstöðu.44Lúther
er ekki upphafsmaður nútímans heldur dæmigerður guðfræðingur miðalda og er
mun fremur dragbítur á þróun vesturlanda nútímans. Upphaf nútímans er fyrst og
fremst að finna í hefð húmanismans og arftaka hans upplýsingastefnunni.45 Rót
siðbótarinnar er trúarlegs eðlis en ekki þjóðfélagslegs. Lúther leiðir guðfræðina
aftur að kjarna trúarinnar sem er trú einstaklingsins og sjálfstætt gildi hennar laus
við ramma stofnunarkristni kirkjunnar. Hin persónulega trú einstaklingsins er
það sem er afgerandi en ekki kirkjan sem stofnun. Lúther undirstrikar frelsi per-
sónulegrar trúar. Einstaklingshyggja og huglægni í trúarskilningi Lúthers er
vissu marki forboði nútíma hugsunar en alls ekki undirstaða hennar.46 Troeltsch
styðst við gagnrýni rómversku kirkjunnar, píetismans og rómantísku stefnunnar,
en bindur hana ekki við kirkju og þjóðfélag, heldur við líf hins kristna einstak-
lings. Einstaklingshyggja Lúthers og áhersla hans á innileika trúarinnar hafði
þær afleiðingar að ríkið losaði sig algjörlega úr öllum höftum kirkjunnar og þá
einnig í siðrænu tilliti. Ahersla Lúthers leiddi til tvöfalds siðgæðis þar sem mað-
urinn mótaði hegðun sína í heiminum með hjálp skynseminnar og náttúrulög-
mála, en á heimili sínu við hin kristnu siðaboð.47 Einstaklingurinn er þar með
klofinn í tvennt og lífinu skipt upp í opinbert líf (Amtsperson) og einkalíf
(Privatperson). Að vísu lofar Troeltsch Lúther fyrir innileika trúarinnar og and-
stætt Ritschl fyrir arfleið dulúðarinnar í hugsun hans. En hann gagnrýnir Lúther
fyrir að einangra einstaklinginn frá þjóðfélaginu og firra hann þjóðfélagslegri
ábyrgð, sem slíkur tilheyri hann því fremur heimi miðalda en nútímans.48 Áhrif
kenninga Troeltsch voru og eru mikil þar sem stór hluti verka hans var snemma
44 Troeltsch: Protestantisches Christentum und Kirche in der Neuzeit, 433-470. Ritið er endur-
prentað í Bornkamm: Luther im Spiegel der Deutschen Geistesgeschichte, 373nn. Sjá einnig:
Troeltsch: Die Soziallehren der christlichen Kirchen und Gruppen, 427-512.
45 Ritschl: Die christliche Lehre von der Rechtfertigung und Versöhnung, 374.
46 Sama rit, 375.
47 Sama rit, 38 ln.
48 Samarit, 109.
220