Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Blaðsíða 224
Sigurjón Arni Eyjólfsson
fremst siðræn vera. Maðurinn sem slíkur mætir kalli Guðs í samvisku sinni.
Akall Guðs til mannsins í lögmálinu (boðorðunum) vekur vitund hans um synd-
ina og veitir manninum þekkingu á reiði Guðs. Maðurinn leitar lausnar undan
reiðinni, en lausnin hlotnast honum einungis í trú á fyrirheit Guðs um að Guð
dæmi manninn eftir þeirri mynd er hann hefur og mun hafa í Kristi. Áherslan
liggur hér hjá Holl á framtíðarmynd mannsins er honum hlotnast í Kristi. í ljósi
þessa er kærleiksboðorðið miðlægt í guðfræði Lúthers og það er sá þáttur sem
grundvallar alla hegðun hins kristna. Samkvæmt Holl er tvískiptingin á milli
opinbers siðgæðis og einkasiðgæðis eins og fram kemur í túlkun Troeltsch ekki
til staðar hjá Lúther.52
Lútherrannsóknir þessarar aldar hafa fetað í fótspor Holls að því leyti að
menn rannsaka viss tímaskeið eða vissa þætti í guðfræði Lúthers. Afleiðing þess-
arar áherslu er „flóð“ sérrannsóknarita og varla er hægt að ná heildarsýn yfir þær.
Straumar og stefnur eru því ekki eins greinileg og áður.
Samantekt
Lúthermyndir síðustu alda mótast mjög af fyrirfram ákveðnum skoðunum þeirra
sem um hann fjalla. Hinn ungi Lúther nýtur mikilla vinsælda hjá þeim er leita að
straumhvörfum og vilja tengja þau við eigin kenningar. En hinn gamli Lúther
nýtur meiri vinsælda hjá þeim er fást við erfið grundvallarvandamál guðfræðinn-
ar. Það er því ekki að undra að hinn gamli Lúther mótar Lúthermynd hinnar
evangelísku kirkju og annarra kirkjudeilda siðbótarmanna.
Allar helstu menningarstefnur á Vesturlöndum (rétttrúnaðurinn, píetisminn,
upplýsingarstefnan, hughyggjan og rómantíkin) móta enn þann dag í dag hug-
myndir okkar um Lúther. I skoðunum sínum sveiflast menn á milli þeirra öfga að
sjá hann annað hvort sem frelsishetju eða sem menntunarsnauðan munk. Hvor-
ugt stenst! Við verðum að virða Lúther sem barn síns tíma, er þekkti hefðir mið-
alda út og inn og gat þess vegna þróað og yfirunnið þær. Það er fáfræði að af-
greiða Lúther og guðfræði hans með ógrunduðu tali um fávísi og hrottaskap
hans.53 Hér sem annars staðar, þurfa fræðimenn að virða staðreyndir um Lúther
og það samhengi sem siðbótarmaðurinn lifði í.
52 Hugmyndir sínar setti Holl fram í nokkrum greinum, af þeim eru þessar mikilvægastar: „Was
verstand Luther unter Religion“, „Der Neubau der Sittlichkeit".
53 Hér má t.d. benda á það að Lúther var mjög vel menntaður. Brecht: Martin Luther Bd. 1, 21-
172. Manns: Martin Luther, 59-116. Einnig má vísa til sálma Lúthers, sem vitna um hversu vel
hann orðar stöðu mannsins frammi fyrir Guði og heimi. Sálmabók Islenzku Kirkjunnar, sálmar
nr. 39, 85, 86, 157, 225, 237,284, 301, 335, 394 og 424. Bók Bainton: Marteinn Lúther, veitir
einnig góða innsýn í líf og starf siðbótarmannsins.
222