Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Blaðsíða 19
MÚLAÞING
17
Ijóst verða, hve umfangsmikil ritstörf hans voru. Fjórar fyrstu ljóða-
bækur hans, sem allar komu út í Winnipeg, voru: Jón Austfirðing-
ur (1909), Bóndadóttir (1920), Gaman og Alvara (1930), er, auk
nýrri kvæða, hefur inni að halda meginefnið úr eldri kvæðabók-
um hans, og Hunangsflugur (1944). Þrem árum síðar (1947) kom
út á vegum Iðunnarútgáfunnar í Reykjavík vönduð útgáfa kvæða
hans fram að þeim tíma, sem Arnór Sigurjónsson hafði búið undir
prentun, og fylgdi henni úr hlaði með ítarlegri og ágætri inngangs-
ritgerð. Loks er ljóðasafnið Kanadaþistill (Ný ljóð), er Helgafell
í Reykjavík gaf út 1958 í tilefni af áttræðisafmæli skáldsins. Mörg
kvæði og fjölda vísna eftir skáldið frá seinustu árum er að finna
í íslenzkum blöðum og tímaritum beggja megin hafsins, og fleira
mun hann hafa látið eftir sig í handriti.
Af óbundnu máli má einkum minna á frumleg og mjög athyglis-
verð leikrit hans, bæði safnið Tíu leikrit, sem Þorsteinn Gíslason
gaf út í Reykjavík 1930, og önnur þeirra, sem síðan hafa verið birt
í íslenzkum tímaritum vestan hafs og austan. í vestur-íslenzkum
blöðum og tímaritum, sérstaklega í Tvmariti Þjóðrœknisfélagsins,
eru einnig merkilegar ritgerðir og erindi eftir Guttorm. Skal þess
jafnframt getið, að hann var snjall og bráðskemmtilegur ræðumað-
ur. Þeim orðum til staðfestingar skulu hér tekin upp úr Lögbergi
24. nóv. 1938 eftirfarandi ummæli um erindi, sem hann flutti í
Winnipeg um fyrri Islandsferð sína:
„Á mánudagskvöldið flutti Guttormur J. Guttormsson skáld er-
indi í Goodtemplarahúsinu um för sína til íslands I sumar er leið
sem gestur hins íslenzka ríkis; aðsókn var góð, og skemmtu hlust-
endur sér hið bezta. Dr. Rögnv. Pétursson kynnti skáldið og ræðu-
manninn. Guttormur er sniðuglega máli farinn og kom víða við;
ræða hans óblandin ástarjátning til Islands; innan í spaugsyrði sín
um eitt og annað, er fyrir bar á ferðalaginu, óf ræðumaður meitl-
aðar snillisetningar, er minntu á „Sandy Bar“.“
Tel ég víst, að höfundur þessarar kjarnyrtu umsagnar sé þáver-
andi ritstjóri blaðsins, Austfirðingurinn Einar Páll Jónsson, sem
sjálfur var hið ágætasta skáld, eins og kunnugt er.
Þar sem ég hef í Eimreiðinni (nýútkominni, þegar þetta er ritað),
skrifað langa grein um Guttorm og skáldskap hans, og fleiri grein-