Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Blaðsíða 144
142
MÚLAÞING
in flutt suður í Skálholt og jarSsett þar. Það var árið 1279. Voru
þá 24 ár frá falli hans í Geldingaholti.
Af því, sem segir hér á undan, er auðséð, að efni þau, er Oddur
hafði átt, voru orðin rýr, og óvænt þarf Hrafn Oddsson að leggja
fram tíu hundruð. Er líklegt, að hann hafi orðið að gera það vegna
þátttöku sinnar í aðförinni að Oddi og Árni biskup gengið hart
eftir því hjá Hrafni.
Randalín var viðstödd greftrun beina Odds í Skálholti og „offr-
aði“ þá öllu því, sem hún átti eftir í gulli, og hefur þá að líkindum
verið bláfátæk. Randalín hefur verið um fimmtugt, þegar þessum
málum lauk, og mestar líkur eru til þess, að hún hafi verið farin frá
Valþj ófsstað, þótt ekkert verði fullyrt um það hér.
ÞORVARDUR ÞÓRARINSSON
Það eru orðnar æði umfangsmiklar bókmenntir um Þorvarð Þór-
arinsson. Sá maður hefur hlotið allmisjafna dóma, og er það að
vonum, því að maðurinn var athyglisverSur. Hér skal ekki rætt um
atburði þá, sem Þorvarður var viðriðinn fram til loka þjóðveldis-
ins. Hann var „síðasti goðinn" og sá eini, sem afsalaði völdum sín-
um beint til Noregskonungs án samninga við sendimenn hans, nema
ef Snorri Sturluson kann að hafa afsalað eða lofað að afsala Skúla
jarli goðorðum og löndum, til þess að geta hlotið lends manns nafn-
bót. Þó að þeir Sturla Sighvatsson, Þórður kakali og Gissur Þor-
valdsson kunni að hafa lofað að koma landinu undir vald hans,
mun þó enginn þeirra hafa afsalað honum völdum sínum. Það er
1264, sem Þorvarður fór til Noregs og seldi Magnúsi konungi í
hendur goðorð sín. Engar sögur fara af því, hvernig samfundir
konungs og Þorvarðar fóru fram. Þorvaröur fór svo til íslands
árið eftir og hefur þá að sjálfsögöu verið skipaður umboösmaöur
konungs á Austurlandi. Það er ekki vitað um athafnir Þorvarðar
fyrr en árið 1268, að hann fór utan ásamt Ormi Ormssyni frænda
sínum. Gera má ráð fyrir, að í þetta sinn hafi Þorvarður farið til
að gera konungi grein fyrir störfum sínum. Gissur jarl dó 12.
janúar þetta ár. Geta mætti þess til, að utanför Þorvarðar hafi að
öðrum þræði verið farin til að fá vitneskju um, hvað nú tæki við,
þegar jarl var fallinn frá. (Vildi Þorvarður verða jarl?),