Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Blaðsíða 40
38
MÚLAÞING
sem oftar sjóleiðis á Djúpavog. Sláturfé var í rekstri og var hann
að sækja slengið og annan varning til vetrarins. Með honum voru
á bátnum Jón bóndi Jóhannesson í Hnaukum og vinnumaður Guð-
mundar roskinn. Þeim gekk ferðin greiðlega austur hjá Búlands-
eyjum, en þá brældi á norðaustan og fengu þeir barning og hrakning
þaðan inn á Djúpavog. Þeir lögðu bátnum að bryggju og bundu
hann, gengu síðan upp í búð. Er í búðina kom báðu þeir um snafs.
Beykir verzlunarinnar var að snúast innan við búðarborðið, vel í
holdum, búlduleitur og að sjá sæll með sjálfan sig. Hann tók mál,
gekk að vínámunni sem stóð þar á stokkum og lét renna í málið,
náði í staup, gekk svo á röðina og gaf sitt staupið hverjum sem var
vel þegið. Húskarl Guðmundar sem var með sítt alskegg fékk síð-
astur. Hann rétti staupið aftur að beykinum og bað um meira.
Beykirinn tók við staupinu, glotti við, hellti í það, gekk að karlin-
um og skvetti úr því í skeggið á honum, þreif eldfæri og kveikti í.
Eldurinn funaði í vínandanum og fuðraði upp eftir skegginu. Karl-
inn rak upp óp mikið. Guðmundur stóð við borðið og hafði á hönd-
um blauta sjóvettlinga. Hann snaraðist á karlinn, strauk með blaut-
um vettlingunum niður andlit hans og drap eldinn. Að því búnu
vippaði hann sér inn yfir borðið en þar stóð beykirinn og veltist
um í hlátri. Guðmundur réðist á hann orðalaust, rak hann saman
í bónda'beygju, snaraðist yfir borðið með byrði sína í fanginu og út
úr búðinni. Pækilstampur stóð efra megin dyranna. Þar stóð við
maður sem hrærði pækil á kjötið. Guðmundur vék að stampinum,
keyrði beykinn þar tvöfaldan niður í og sagði að þarna gæti hann
þvegið af sér danska skítinn og væri honum betra að losna við
hann en brúka illmennsku við saklaust fólk.
Oðru sinni var það að Guðmundur var staddur í búð á Djúpa-
vogi og var að verzla. Beykir var þar innan við borðið, en hvort
það var sá sami og Guðmundur kaffærði í pæklinum veit ég ekki,
en samt var að sjá að honurn væri í nöp við Guðmund. Hann hafði
keypt brennivín á tunnu tveggja eða fjögurra potta, tók fleyg úr
vasa sínum og hellti á hann úr tunnunni við búðarborðið. Einhver
lögg fór niður á borðið. Beykirinn pataði fingruni að Guðmundi
og kallaði hann helvítis dóna. En Guðmundur skildi hvað hann
sagði og mælti: „Og sleiktu það upp með kjaftinum.“