Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Blaðsíða 75
MÚLAÞING
73
Árnadóttir sýslumanns á Eiðum Magnússonar, er þann stað sat í
óslitinni ættsetu frá ómunatíð. En nú er kominn sá tími, að ættar-
hrigðarétturinn hefur lítið að gilda. Flestir eru svo fátækir, að þeir
geta ekki keypt, þótt þeir eigi rétt á að kaupa, svo var það einnig
á fyrirfarandi öld. Svo er misjafnt, hvaða lög gilda á tilskipunar-
einvaldsöld Danakonunga. Jón býr á Egilsstöðum 1734 og er þá 64
ára gamall. Börn hans eru þá á unglingsaldri, þau sem um er vitað.
Sonur hans var Sigurður prestur í Stafholti, langafi Magnúsar lands-
höfðingja. Þorvaldur Pálsson heitir sá, sem býr á Egilsstöðum 1753.
Það virðist ljóst, að Jón Þorleifsson selur Stefáni presti í Vallanesi
Pálssyni Egilsstaði um 1740, og Stefán prestur býr á Egilsstöðum
1762 og er eigandi jarðarinnar. Ef til vill hefur Þorvaldur Pálsson
verið bróðir hans, þótt eigi sé talinn með börnum séra Páls Högna-
sonar á Valþjófsstað 1703. Þóra kona hans er þá taiin 50 ára, dótt-
ir Stefáns prests og skálds Olafssonar, en sá aldur er of hár. Jón hél
sonur séra Stefáns. Hann varð aðstoðarprestur hans og eftirmaður
í embætti. Hann átti Gróu dóttur séra Eiríks á Kolfreyjustað Ein-
arssonar. Jón prestur brjálaðist um 1777 og var út úr lífinu, unz
hann dó 1783. Gróa tók fram hjá séra Jóni veikum, og varð henni
stríðsamt og erindislaust við yfirvald að eiga og eyddist mjög fé.
Hún átti Bót í Tungu.
Egilsstaðir voru byggðir um sinn, en stuttu fyrir 1800 hefur Gróa
farið að búa þar, og er fólk hennar og hún sjálf á Egilsstöðum 1801
og Jón talinn fyrir búi, en þau séra Jón áttu tvo syni, Jón og Eirík.
Jón bjó síðan í Bót, en Eiríkur tók við Egilsstöðum. Ari Arason
var launsonur Gróu, faðir Eiríks, föður Jónasar skólastjóra á Eið-
um. Eiríkur kvæntist Jarþrúði Eiríksdóttur frá Stóra-Steinvaði, en
Jón bróðir hans átti Þórunni systur hennar. Dóttir Eiríks var Anna
Þrúður. Hún átti frænda sinn Halldór Einarsson Gíslasonar í Njarð-
vík og Guðlaugar Eiríksdóttur frá Stóra-Steinvaði. Þau bjuggu á
Egilsstöðum. Dóttir þeirra var Anna Sigríður móðir Eiríks á Skjöld-
ólfsstöðum, er einn ágætastur manna hefur verið í þeirri ætt, eins
og Njála segir um Kolbein Flosason. Eiríkur hét sonur Halldórs.
Hann bjó á Egilsstöðum við ókljúfandi átroðning, því 19. öldin
færði lífið á Islandi í aukana, og sem fyrr voru Egilsstaðir á kross-
götum, en mannlast þótti að selja mönnum greiða. Hann fór til