Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Blaðsíða 143
MÚLAÞINC
141
lil Noregs. Þorvarður fór þá einnig utan og fleiri áhrifamenn. Vafa-
laust hafa þeir Þorvarður og Arni þá unnið að því að fá Odd leyst-
an. Um þetta leyti kom þeim allvel saman, þótt síðar yrðu átök milli
þeirra. Atvikin voru þeim hliðholl með tilliti til aflausnar Odds.
Þegar þeir komu til Noregs, var þar staddur Sighvatur kórsbróðir
frá Niðarósi vinur Árna biskups, en Sighvatur var úr hirð páfa.
Hann útvegaði páfaleyfi, til þess að Arni mætti „leysa þrjá tigu
þeirra mála, sem áður hafði hann eigi vald yfir.“ (Biskups. I. bls.
318 ). Meðal þessara mála voru aflausn Odds, því að Jón erkibiskup
skrifaði báðum biskupunum á íslandi og bauð þeim að leysa Odd
úr banni. Arni sótti mál þetta fast, en Jörundur Hólabiskup þvæld-
ist eitthvað fyrir, mest vegna þess að hann var hræddur um, að
hann fengi ekki greitt aflausnarféð, en það átti að vera 70 hundr-
uð, eins og áður segir. Þorvarður hafði haldið því fram, að bann-
ið hafi verið ástæðulaust og ólöglegt og að hann mundi ekki að
nauðsynjalausu leggja fram fé til aflausnarinnar. Hins vegar full-
yrti Árni biskup, að ekki mundi standa á fénu og óþarft væri af
Jörundi biskupi að tortryggja sig. En Jörundur sagði, að það væru
fleiri, sem hefðu sömu skoðun og Þorvarður. (Biskupas, f. bls.
347—348).
Að líkindum höfðu eignir Odds sál. rýrnað verulega. Árni hisk-
up gekk fram í því að safna saman aflausnarpeningunum, 6em
greiðast áttu Hólabiskupi. „Var þat þó raun nökkur, því at Kanda-
lín ok frændum Odds var alt óþokkat til hans af inum fornum mál-
um Heinreks biskups. Lagðist þar til af penningum Guðmundar
gríss, er þá var liðinn, tuttugu hundruð, Hrafn Oddsson tíu hundr-
uð, en Randalín tólf hundruð. Váru ok tuttugu hundruð í húfé, en
annat þat, sem skorti, í gripum ok silfri. Hon bað ok Árna byskup
færa bein Odds í Skálholt, kvaðst þeim staðnum framar unna alls
þessa fjár, ef svá mætti vera, kvaðst ok til legstaðar honum þangat
skyldi offra einhverjum grip sæmiligum herra byskupi ok staðnum
til sæmdar, en bónda sínum til syndalausnar. Var nú ok allt þetta
fé til reiðu af tilruðning Arna hyskups, ef til þyrfti að taka.“
(Biskupas. I. bls. 350—351).
Málum þessum lauk svo þrátt fyrir undanfærslur Jörundar Hóla-
biskups, að Oddur var grafinn upp með viðeigandi athöfn og bein-