Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Blaðsíða 125
MULAÞING
123
47% allra þeirra, sem gerast stofnfélagar hér á landi, voru bú-
settir í aðeins þrem sýslum, Húnavatnssýslu, Norður-Múlasýslu og
Barðastrandasýslu. Tel ég víst að í þessum þrem sýslum hafi fjár-
hagur bænda verið jafnbetri en í öðrum sýslum landsins og svo inun
og hafa verið oft á 19. öld. I Flatey á Breiðafirði, er tilheyrði
Barðastrandasýslu, var og lengi mikil menningarmiðstöð á 19. öld-
inni.
Talið er, að harðindin í byrjun aldarinnar hafi leikið íbúana í
nyrðri hluta Norður-Múlasýslu álíka og Norður-Þingeyinga, enda
má sjá það í stofnfélagaskrá Bókmenntafélagsins, að aðeins þrír af
63 stofnfélögum í Norður-Múlasýslu, búa fyrir norðan Smjörvatns-
heiði, voru það prófasturinn á Hofi, sýslumannsekkja í Krossavík
og hreppstjóri á Bustarfelli. En á þessum þrem bæjum höfðu uni
aldir jafnan búið auðugir menn.
Enga sýslu landsins höfðu Skaftáreldar og Móðuharðindi leikið
eins illa sem Yestur-Skaftafellssýslu og eru það sennilega orsakir
þess, að enginn úr þessari sýslu hefur gerzt stofnfélagi Bókmennta-
félagsins. Og að sjálfsögðu hafa verzlunarörðugleikar og harðind-
in í byrjun 19. aldar leikið þá grátt. Annars er sýnilegt, að í mörg-
um fleiri sýslum hefur nær enginn áhugamaður verið um stofnun
félagsins. 1 Borgarfjarðarsýslu eru aðeins 3 stofnfélagar, amtmað-
urinn Stefán Stephensen, og tveir prestar. I þessari sýslu hafði þó
þá verið um alllangt skeið eina prentsmiðjan i landinu.
Stofnfélagar í Reykjavík eru aðeins 17, og eru í þeirri tölu sex,
sem sátu í stjórn félagsins, en einhverjir þeirra munu hafa átt heim-
ili utan við bæinn, og hefðu því átt að teljast með stofnfélögum
Gullbringu- og Kjósarsýslu, en þeir hafa starfað allir sem embætt-
ismenn í Reykjavík. En aðrir stofnfélagar hér í Reykjavík skiptast
þannig eftir stéttum:
Biskupinn yfir íslandi
Kaupmenn
Factorar
Stúdent
1
3
6
1
Samtals 11