Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Blaðsíða 173
MÚLAÞING
171
Nú stóð svo á, að það var flæðandi sjór og liellti að brimi, sem
gekk að ónum og inn sundið milli flúðar og klappar, sundið orðið
breitt og djúpt landmegin. Nú voru góð ráð dýr. Mér datt í hug að
hlaupa heim og ná í mannhjálp og bönd, en það hlaut að taka lang-
an tíma, sem ekki mátti tapast eins og á stóð, bæði brim og flóð í
uppgangi, f-arið að skyggja og auk þess kominn liörkubylur. Ef til
vill væri slarkfært að vaða út til ánna, og ég sá í hendi mér, að
það var eina leiðin til að bjarga þeim. Utlitið var dökkt, en þó af-
réð ég að freista þess að vaða út. Ég var með kollótt prik í hend-
inni og með það lagði ég í sundið. Ég sætti lögum að fara út, ag
tók sjórinn mér í mitti. Það var gríðar ólga og straumur í sund-
inu og sleipt í botni á slýi og þara, skór mínir flughálir. En út komst
ég og án þess að hrasa. Hefði mér orðið fótaskortur og lent flatur,
hefði straumurinn tekið mig og fært út í dýpið, og þá hefðu dagar
inínir verið taldir.
Stórar haföldur komu utan úr sortanum og brotnuðu á utanverðri
klöppinni, svo að löðrið dreif yfir ærnar, þar sem þær stóðu í
þéttum hnapp. Þegar ég var kominn út fyrir þær, hastaði ég á þær
að hafa sig af stað í land. Þær lögðu óhikað í sundið, sem dýpkaði
fljótt, og fór allur hópurinn á bullandi sundi upp að áðurnefndri
urð, sem er eini staðurinn að komast upp af flúðinni. Ég vissi fyrir-
fram, að engin ærin kæmist hjálparlaust upp í urðina eða yfir hana,
hún er það stór og illa löguð; nóg sagt, að kindur fari hana sjólausa
og þurra. Ég fylgdi hópnum fast eftir, þar til landtakan stöðvaði
hann; ærnar reyndu að komast upp í urðina án árangurs. Sjórinn
tók mér nú undir hendur í ólögunum. Ég þreif í á, sem var hjá mér
á sundi og snaraði henni upp á um axlarháan og flatan stein 1 urð-
inni. Þeirri á var þá borgið; hún gat hjálpað sér sjálf eftir það; ég
tók aðra, þriðju og fjórðu og gerði þeim sömu skil. Þær sem eftir
voru, syntu aftur út á flúðina. Ég svamla út fyrir þær og dríf þær
í sundið, þær upp að urðinni, ég næ fimm og kom þeim upp á stein-
inn. Þá voru hinar farnar út á flúðina. Enn svamla ég út, fyrir hóp-
inn, á eftir þeim að urðinni og kem aftur fimrn þeirra upp á stein-
inn í þessari lotu. Þá voru fimm ær eftir og á leið út á flúðina. Ein-
hvern veginn komst ég fyrir þær sem fyrr, en nú voru þær þrjózkar
að leggja í sundið, bæði orðnar þreyttar og kaldar. En það var eng-