Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Blaðsíða 191
MÚJ.AÞJNC
189
Og enn þá bifast þar bjarkir
í blænum hjá staðnum fríðum,
og Wium og Sunnefa sofa
und sólvermdum Klausturhlíðum.
Og reynirinn toppa teygir
með tign yfir forna bæinn,
og elskendur sjást þar á sveimi
þá sól er bnigin í æginn.
SJÓSKRÍMSLIÐ
A 19. öldinni bjó á Kollaleirn maSur sá, er Oddnr hét, velmetinn maðiir og
greindur. Kona hans hét María, og ekki er annars getið en hún væri skynsöm
kona. Eitt sinn var hún á ferð ásamt öðrnm kvenmanni, sem ég hef ekki heyrt
nafngreindan, af Eskifirði og heim til sín að Kollaleirn. Þær stönzuðu eitt-
hvað á Sómastöðum og fóru þaðan í myrkri að kvöldlagi. Þetta var urn haust-
tíma eða fyrri part vetrar og veðri þannig farið, að gengið hafði á með krapa-
hryðjnm um daginn, en hafði stytt upp með kvöldinn með norðanfroststormi,
skýjað loft og jarðdimmt. Þegar þær eru skainmt komnar, heyra þær, að ein-
hver skepna kemur á eftir þeim, og hringlar ákaflega í lienni. Þær verða á-
kaflega hræddar og telja víst, að þetta sé sjóskrímsli, keyra hestana áfram og
hraða ferð sinni sem mest mega. Allt íyrir það nálgast skepna þessi, og ef
einhver stanz verður, sækist það eftir að fara á hak fyrir aftan þær, en þær
láta keyrin ríða á þvi, svo sem þær höfðu mátt til. Jafnframt lieyrðu þær dýr-
ið gefa frá sér ldjóð, sem þeim fannst ægileg iiskur. En heim á hlað á Kolla-
leiru komust þær og fóru af haki hestunum við þrep, sem hlaðið var sunnan
við baðstofuvegginn, og háðu fólkið í guðs hænum að hjálpa -sér að komast
inn um gluggann, því að það elti þær ægilegt sjóskrímsli. Var það gert. Þegar
þær voru lnínar að lýsa þessu fyrir fólkinu, þorði enginn maður út til að taka
reiðtygi af hestunnm og hjóst varla við að sjá þá lifandi að morgni.
Nú leið nóttin. Þegar bjart var orðið að morgni og heimamenn þorðu að líta
út, sást þar ekkert óvanalegt nema klakasýldur graðfoli frá Sómastaðagerði.
Voru miklir klakaströnglar í tagi hans og hófskeggi og eitthvað í faxi.
(Hrnljur Kristbjörnsson skráði).