Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Blaðsíða 105
MÚLAÞING
103
að tala og þetta sé aðeins áminning í embættisnafni. En Sesselja er
ekki varbúin slíku.
— Já, segir hún, þið dæmduð Bjarna minn útlægan, og hann er
eins vel útlægur og Grettir Ásmundsson, og ég vona, að háæruverð-
ugur herra prófasturinn hafi ekkert við það að athuga, að útlegð-
armaður dvelji í útlegð. Hann kemur ekki á mannfundi, og hefði
þó sjálfsagt haft gaman af að sjá sinn gamla virðulega sálusorgara
í dag.
Og Sesselja ákveður að láta ekki fleiri spurningar á sér dynja og
leynir engu.
— Hann dvelur í helli til fjalla. Hann hvílir í dúnsængum, svo að
rúmið hans er bezta rúmið í Múlaþingi, ég get borið um það. Það
er kalt í hellinum, bergið er kalt eins og enni á dánum manni. Hann
þarf ekki annað en að þreifa á berginu, þá þreifar hann á dauðan-
um; það er gott fyrir dauðlegan manninn. Hann vefur -— stanzlaust
vefur hann. Hann er nýbúinn að vefa átján álnir fyrir lögréttumann-
inn í Njarðvík, hann Þorvarð sterka. Þorvarður heimsækir hann
stundum, og Bjarni minn skenkir á silfurstaup, sem Jón Maríuskáld
langafi minn gaf Teiti langafa mínum, þegar hann var búinn að
ganga frá Jóni Gerrekssyni. Það gekk til mín. Ég var eini laukurinn
í ætt frá Teiti. Síðan hafa dunið á mér sakargiftir og ég talin sek
kona. Ég spinn -— stanzlaust spinn ég, og Bjarni minn vefur. Ekk-
ert er eins líkt eilífðinni eins og að spinna, og ekkert er eins líkt
guði og að vefa. Eilífðin spinnur stanzlaust, og guð tekur þráðinn
og vefur úr honum sögur — stanzlaust og getur ekkert að því gert,
þótt mennirnir skemmi fyrir honum vefinn. Ég spinn — Bjarni vef-
ur. Við reynum að lifa í samræmi við eilífðina og guð.
Sesselja veit, hvað hún hefur sagt. Jón, Maríuskáld, Teitur ríki
í Bjarnarnesi, Þorvarður lögréttumaður í Njarðvík — bregðið þið
fyrir ykkur betri skjöldum, þegar lífið liggur við — ef þið hafið þá.
Séra Einar hefur starað á Sesselju. Hann kannast við það. Þetta er
konan, sem ekki var hægt að lífláta fyrir kvenprýði og ættgöfgi.
Hann steinþegir — af hverju veit hann ekki. Hann heyrir með ein-
hverjum skyneyrum, að það bergmálar þegjandi í brjóstum við-
staddra manna — fyrirtakskona — fyrirtakskona! Og hann skilur
það, að nafn þessarar konu hlýtur að bergmála í sögu sveitarinnar: