Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Blaðsíða 58
56
MULAÞING
ist til kvölds. Ekki sá móðir mín þó neina breytingu á útlitinu, frá
því sem verið hafði. Loftið var allt jafngrátt og kyrrð svo mikil, að
ekki blakti hár á höfði. Gengu þau síðan í bæinn, en um leið og
móðir mín fór inn í bæjardyrnar, tók hún eftir því, að það voru að
falla snjókorn eða réttara sagt snjófiygsur, sem flögruðu til og frá
í logninu. Var innan stundar komin skæðadrífa og mátti segja, að
snjónum mokaði niður. Stóð svo um stund. Siðan fór að hvessa,
þó ekki mikið fyrst, en stormurinn smáfærðist í aukana, þar til kom-
ið var ofsaveður með feikilegum fannburði.
Þeim Þórði og Áslaugu hafði sótzt vel gangan, meðan góða veðr-
ið hélzt, og voru komin ofan til í fjallið, þegar byrjaði að snjóa.
Þótti þeim líklegt, að þessi ákafa snjókoma væri aðeins él, sem bráð-
lega birti aítur. Héldu þau því hiklaust áfram norður yfir Eiríks-
dalsvarp. Fengu þau veðrið þar beint í fangið, og varð brátt svo
mikill veðurofsinn, að ekki gerði betur en þau réðu sér. Varð nú
Þórður hvort tveggja að gera; gæta þess að halda réttri stefnu og
hins að missa ekki Áslaugu frá sér út í hríðina. Þegar niður á dal-
inn kom, höfðu þau veðrið lítið eitt á hægri hlið. Snjónum hafði
sópað í dyngjur, hvar sem lægð var eða lautardrag. Sóttist þeim nú
ferðin seint, meðal annars vegna þess að Áslaug gat ekki hamið
pilsin; þau þvældust og slógust um fætur hennar, svo að hún steig
í þau öðru hvoru, sérstaklega þar sem ófærðardyngjur voru. Þó
héldu þau ótrauð áfrarn, þar til þau allt í einu sukku í fönnina og
stóðu um leið í vatni. Höfðu þau hrökklast út á Eiríksdalsána, 6em
fellur niður endilangan dalinn. Tók skörin Þórði nær undir hönd.
Kom hann Áslaugu upp úr í skyndi, stökk síðan sjálfur upp úr og
velti sér í snjónum til þess að ná úr sér mesta vatninu. Hjálpuðust
þau því næst að við að þerra vatnið úr fötum sínum sem bezt. Varð
þetta allmikil töf. Síðan héldu þau enn áleiðis niður dalinn.
Áslaug var óvön hrakningum og útiveru í vondum veðrum. Hafði
hún verið heit af göngunni, en nú setti að henni óskaplegan kulda-
hroll. Sótti brátt á hana svefndrungi og magnleysi svo mikið, að
hún gat naumlega dregizt áfram. Þó vannst þetta smátt og smátt
ineð hjálp Þórðar, þar til komið var niður að Álfasteinum. Það eru
stakir steindrangar, sem standa neðan til á dalnum. Var þá Áslaug
orðin mjög köld og algerlega magnlaus. Er þau voru komin þar í