Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Blaðsíða 110
HRÓLFUR KRISTBJÖRNSSON:
Gleymdir fjallvegir
Á einokunartímabilinu, sem varaði langt fram á átjándu öld,
var Austurlandi skipt í þrjú verzlunarsvæði, og mátti enginn verzla
annars staðar en á því verzlunarsvæði, er hann bjó á, né við annan
kaupmann en þann, er hafði löggilta verzlun á svæðinu. Syðsta
verzlunarsvæðið á Austurlandi var frá Skeiðarársandi að sunnan
til Gvendarness að norðan, það er öll Austur-Skaftafellssýsla og
auk þess þrír syðstu hreppar Suður-Múlasýslu, eins og þá var skipt
hreppum. Nú eru þetta fimm hreppar, Geithellnahreppur, Búlands-
hreppur, Beruneshreppur, Breiðdalshreppur og Stöðvarhreppur.
Nú hefði mátt líta svo á, að þetta væri nógu stórt verzlunarsvæði.
En svo hefur ekki litizt þeim háu herrum, sem þá réðu ríkjum á Is-
landi, því þeir teygðu klærnar yfir Suður-Múlasýslu, kræktu einn
hrepp úr Norður-Múlasýslu og lögðu hann til viðbótar við Beru-
fjarðar-verzlunaxumdæmi; það var Fljótsdalur út að Hrafnsgerð-
isá að vestan og Gilsá að austan. A þessu svæði var aðeins ein verzl-
un, sem löglegt var að verzla við, og var hún fyrst í Gautavík norð-
anvert við Berufjörð innarlega. Síðar var verzlunin flutt suður
yfir fjörðinn að Djúpavogi.
Annar verzlunarstaður var í Breiðuvík við Reyðarfjörð norðan-
verðan utarlega. Síðar var sú verzlun flutt inn á Eskifjörð og hafði
hún nokkui's konar útibú á Búðareyri við Reyðarfjörð. Verzlunar-
svæði Breiðuvíkur var Suður-Múlasýsla að undanteknum áðurtöld-
um hreppum, sem lagðir voru til Berufjarðarverzlunar og tveim
yztu bæjuxn í Eiðaþinghá, sem lagðir voru lil Vopnafjarðar, eem
var þriðji löggilti verzlunarstaðurinn á Austurlandi og náði yfir
Norður-Múlasýslu að undanskildum Fljótsdal og ég hef álitið Loð-
mundai'fjörð og Seyðisfjörð. Ég hef nýlega séð, að Vopnafjörður
fær að byggja útibú frá verzlun sinni á Búðareyri við Seyðisfjörð,