Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Blaðsíða 165
MÚLAÞING
163
Þó veðrakyngin ami að
á þeim ringu skjólum,
ég býð hringum álma það,
að mér klingi tólum.
Þessi vinnubrögð Magnúsar Vigfússonar, en svo hét verkstjór-
inn, sýna, hvert álit hann hefur haft á því, hvar vegurinn ætti að
koma, enda var akvegur yfir Fjarðarheiði ekki orðaður í mörg ár
á eftir.
Ongvan var þá farið að dreyma um bílveg um allt land.
Næsta ár var lögð álíka fjárhæð til Fagradalsvegar, og var þá
byggður vegur úr Kollaleirukrók og inn á mel fyrir innan Geit-
húsaá og byggðar brýr á Njörfadalsá og Geithúsaá. Nú var vega-
málastjórn nóg boðið og þótti verkið ganga seint. Lét hún því
Magnús Vigfússon hætta, og 1905 sendi hún nýjan verkstjóra, sem
getið hafði sér góðan orðstír við vegalagningu á Hellisheiði. Verk-
stjóri þessi hét Erlendur Zakaríasson; hann var duglegur verkstjóri
og hafði gott lag á að láta menn vinna slórlaust og komst þá oft
skrýtilega að orði. Eitt sinn kom hann til okkar og segir að gefnu
tilefni:
— Eg vil nú setja þær reglur hér, að menn fari ekki oftar en á
hálftíma fresti til þess að leysa buxur og séu ekki meira en tíu mín-
útur í hvert sinn. Ef menn þurfa að fara oftar eða vera lengur, þá
eru menn tæplega vinnufærir.
Þessu líkar voru stundum aðfinnslur hans, en þetta var svo
skringilega framsett, að menn brostu bara að því í laumi.
Sá háttur var þá á hafður, að enginn viss kauptaxti, sem miðað-
ur var við aldur, var settur, heldur var kaup greitt eftir mati verk-
stjóra, og var það 2 krónur og 50 aurar upp í 3 krónur á dag, en
flokkstjórar fengu 3 krónur og 20 aura. Arið 1905 var ég þar í
vinnu, og eftir fjögurra vikna vinnu var fyrsta útborgun. Fékk ég
þá kr. 2.80, en hafði árið 1903 fengið kr. 2.90 í daglaun. Ég gerði
mér von um liækkandi laun, og jafnaldrar mínir fengu kr. 2.90 og
sumir 3 krónur, en ég var þá tvítugur að aldri. Þar sem ég áleit,
að mér hefði farið fram en ekki aftur, spurði ég hann, hvernig á
þessari kauplækkun stæði og hvort svo ætti að vera framvegis.