Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Blaðsíða 50
48
MÚLAÞING
Um 1. Það er eitt höfuðeinkenni fornsagnanna, að frásögnin er
rökræn. Frásagnir, sem byggðar eru á raunsönnum frásögnum, eru
alltaf rökrænar. Þessi „rök“ snúast því gegn höfundi sínum. En þau
eru upptök þess, að farið er að efa sanngildi fornsagnanna einnar
af annarri. Næst varð Njáls saga fyrir vali.
Um. 2. Augljóst er, að Hrafnkelarnir hafa verið tveir, enda föð-
urnöfnin tvö og nöfn bústaða þeirra sömuleiðis tvö. Sjálfsagt hefur
Hrafnkell Hrafnsson l)úið þar fyrr, en búseta hans stutt. Missögnin
liggur aðallega í því, að synir Hrafnkels Hallfreðarsonar eru taldir
synir Hrafnkels Hrafnssonar.
Um. 3. Hæpin ályktun er það, að atkvæðamenn, sem koma ekki
við neina sögu, hafi ekki verið til. Með slíkum ályktunum er ekki
erfitt að gerast vísindamaður og snúa sannleik í villu og villu í
sannleik.
Um 4. Mannaforráð til forna voru engum landmörkum háð. At-
kvæðamenn gátu áunnið sér mannaforráð, hvar sem þeir voru. Lík-
indi um mannaforráð Hrafnkels um Austur-Hérað skipta því engu
höfuðmáli. Og staðreynd er það, að sonarsynir hans höfðu manna
forráð um Austur-Hérað.
Um 5. Óbyggður, en byggilegur dalur er meðfram Laxá, sem fell-
ur í Jökulsá á Dal hjá Fossvöllum. Hann hefði getað verið byggður
til forna, þar hefði getað búið Skjiildólfur tengdafaðir Hrafnkels.
En þótt svo hefði ekki verið, gæti hjúskapur Hrafnkels verið sá,
sem sagan greinir eigi að síður. Algengt var, og hefur löngum ver-
ið, að hjúskapartengsl hafa tekizt yfir mörk héraða og landsfjórð-
unga.
Aðrar getgátur gegn sanngildi Hrafnkels sögu eru sízt veigameiri.
En þær verða útgefanda drjúgt efni til formálsgerðar.
Tilgátur útgáfustjórans um það, hvernig hann hyggur Hrafnkels
sögu til orðna sem skáldsögu, eru i formálanum raktar þannig.
Höfundur sögunnar hefur þekkt Landnámu. Hann hefur einnig
þekkt nöfnin Hallfreðarstaðir og Hallfreðargata. Bæði nöfnin eru
kennd við mann, sem búið hefur á Hallfreðarstöðum. Hallfreður
þessi hefur gjört tíðförult um götuna. Var þá skammt til að gjöra
hann að föður Hrafnkels og breyta frásögn Landnámu til hagræðis
við sögugerðina.