Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Blaðsíða 99
MÚLAÞING
97
framar um þetta efni. Þó lízt mér, að Þorsteinn hafi veriS alinn
upp í MöSrudal hjá Ragnhildi og veriS launsonur Magnúsar.
SESSELJA Á EGILSSTÖDUM
í erindi mínu um EgilsstaSi á Völlum á vegum útvarpsins 2. ágúst
1966 gjörSi ég nokkra grein á Sesselju Loftsdúttur á EgilsstöSum,
en þar segir, aS hún var dæmd fyrir morS á bónda sínum, Steingrími
BöSvarssyni, og eru þetta fræg annálatíSindi í landinu. I fróðlegri
grein, sem Halldór Stefánsson fyrrv. alþm. ritaSi um Sesseljumál
hyggur hann, aS hér sé allt oftalaS og Sesselja hafi veriS dæmd aS
ósekju. Ég tók í erindi mínu undir þaS, en rökstuddi ekki nánar og
vísaSi í grein Halldórs um þetta efni. StaSreyndin í málinu er samt,
aS Sesselja var dæmd sek um dauSa Steingríms og rétttæk til líf-
láts. En þrátt fyrir þetta er Sesselja spillilifandi tveimur árum síSar
og hefur þann siSferSilega rétt mannlífs og kristindóms aS fá sig
hreinsaSa af syndum sínum, sem hún taldi eingöngu hórdómsbrot.
Ljóst er af því, aS þá hvílir enginn líflátsdómur á henni, og þótt hún
fái enga aflausn á syndunum, þá hefur þaS fariS sem vani er synd-
ugra manna, aS njóta þess, aS guS lætur sína sól skína jafnt yfir
réttláta og rangláta.
Og þess vegna hefur Sesselja haldiS áfram aS lifa, þótt haft sé
þaS fyrir satt, aS þarna í Vallanesi 5. ágúst 1544 hverfi hún meS
sinn syndabagga úr sögunni. Halldór bendir á þá athyglisverSu
staSreynd, aS þeir, sem dæma Sesselju fyrir morS, geri ráS fyrir
því, aS þetta hafi hún gert ein og aSstoSarlaust og án vitundar allra,
en þarna liggur þó skýrt fyrir, aS hórdómssakir Sesselju eru meS
heimilismanni hennar, Bjarna Skeggjasyni, en flesta mundi hafa
getaS grunaS, aS hann hefSi veriS meS í fyrirtækinu og hlotiS sinn
dóm eSa sýknu í beinu sambandi viS mál Sesselju. ÞaS verSur ekki.
Halldór gruflar þaS upp, aS þetta sama ár er Bjarni í Skálholti á
jólum, og biSur nú hinn lúterska hiskup aS leysa sig af þeim synd-
um aS hafa átt barn meS mæSgum. Gissur biskup er nú orSinn lút-
erskur, en eins og vant er, hefur hann tvö skinnin og annaS svart, og
þetta svarta skinn notar hann nú í þaS aS þykjast vera katólskur og
græSa eins og áSur. Bjami veit, aS þetta kostar fé, en af því er hann
snauSur. Og á sitt hvíta skinn segir Gissur nú —^ o, skítt veri meS