Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Blaðsíða 43
MÚLAÞING
41
1. Sigríður, fylgdi fyrst manni sem Jón hét Jónsson ættaður úr
Oræfum, maður vel gefinn fróður og skáldmæltur, kallaður söngur
enda söngmaður. Þrír höfðu þessir hræður verið með Jónsnafni;
Jón söngur, Jón Öræfingur og Jón Sunnlendingur. Jón dvaldi lang-
dvölum að Hofi hjá prófastshjónunum þar, séra Þórarni og mad-
dömu Guðnýju, og var hann í miklu afhaldi hjá þeim hjónum. Það
sagði mér gömul kona að þá hefði séra Þórarinn haldið hjartnæma
ræðu er hann jarðsöng Jón. Hann sagði að engum einum manni
ættu drengirnir sínir jafnmikið að þakka eins og honum því hann
hefði verið þeirra fræðari. Þau Jón og Sigríður eignuðust saman
þrjú börn.
a. Vilborg, var tekin í fóstur af þeim prófastshjónunum á Hofi og
ólst upp hjá þeim til fullorðinsára. Þegar maddama Guðný missti
heilsuna tók Vilborg við bústjórn á heimili þeirra eftir lát mad-
dömu Guðnýjar og stóð hún fyrir búi fóstra síns á meðan hann bjó
eða til 1882, en giftist þá Jóni syni Björns á Flugustöðum. Átti
prestur athvarf hjá þeim hjónum meðan hann lifði, fram undir
síðustu aldamót. Hann varð 98 ára gamall. Þannig galt Vilborg
fósturlaunin.
b. Margrét. Hún giftist manni sem Árni hét Runólfsson. Runólf-
ur mun hafa komið hér suður með þeim bræðrum frá Snotrunesi.
Hann var bróðir Guðrúnar ekkju Árna Hjörleifssonar. Annar son-
ur Runólfs hét Ögmundur, ólst upp hjá Guðmundi Hjörleifssyni,
bjó að Svínhólum í Lóni.
c. DrengUr sein Árni hét, fór til Vesturheims.
2. Önnur dóttir Öfeigs og Steinunnar hét Hólmfríður. Hún eign-
aðist tvö börn í lausaleik með Magnúsi Guðmundssyni Hjörleifsson-
ar. Annað barnið dó ungt, en hitt var stúlka og hét Guðlaug, varð
húsfreyja að Þiljuvölluin á Berufjarðarströnd, gift Páli Þorvarð-
arsyni. Siðar giftist Hólmfríður manni sem Snjólfur hét, dvöldu
þau í Skaftafellssýslu og áttu börn.
3. Jóhanna, giftist Þorsteini Marteinssyni. Þau bjuggu á Steina-
borg á Berufjarðarströnd.
Sigríður fylgikona Jóns giftist síðar manni sem Þorleifur hét,
var ekkjumaður og bjó að Bæ í Lóni. Þau áttu ekki börn.