Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Blaðsíða 62
60
MULAÞING
Trygg: „Farðu Tryggur og finndu Katrínu." Virtist Tryggur skilja
til hvers var ætlazt af honum og héit tafarlaust úr hlaði og Sigurður
og félagar hans þegar eftir. Af ferðum þeirra upp fjallið er fátt að
segja. Sóttu þeir gönguna eftir megni, því að ekki stóð á Trygg
með forustuna. Vöruðust þeir að tala nokkuð til hans, enda var
hann jafnan spöl á undan. Stundum hvarf hann þeim í hríðarsort-
ann, en kom þó að jafnaði að stundu liðinni móti þeim, sneri svo
við aftur, er hann sá, að þeir komu á eftir. Virtist hvort tveggja vera
ijóst fyrir Trygg, að hann átti að finna Katrínu, og eins hitt, að
hann gat ekki fært Áma hana eins og vettling eða höfuðfat, heldur
þyrfti hann til þess hjálp þeirra, sem fylgdu honum eftir. Gekk ferð-
in á sama hátt, þar til þeim virtist, að ekki mundi langt, þangað sem
Árni hafði skilizt við Katrínu. Hvarf þá Tryggur þeim alllanga
stund. Þar kom þó, að hann kom aftur, og var þá óvenjulegt kast á
honum. Sneri hann við, er hann sá þá félaga, en fór nú ekki hrað-
ara en svo, að þeir gátu fylgt honum eftir. Eftir nokkra stund stanz-
aði Tryggur við hengjubrún. Stóð stafur í fönninni uppi á hengj-
unni, en Tryggur fór að lítilli holu, sem var í fönninni, undir hengju-
brúninni. Hafði Árni stungið staf í fönnina uppi yfir snjóhúsinu,
áður en hann lagði til bæja. Sat Katrín þar inni og var vonum hress-
ari. Eins og áður er sagt, stóð stormurinn öðru hvoru meðfram
hengjunni, svo að þar safnaðist aldrei mikil fönn, og Katrín gat
hafdið við litlu opi undir hengjubrúninni ineð því að stinga hend-
inni fram um fönnina, þegar eitthvað safnaðist fyrir opið. Innan
tíðar var búið að koma Katrínu fyrir á grindinni og dúða hana í
fötum. Var síðan snúið sem snarast heimleiðis.
Bar ekki til tíðinda á leiðinni lieim, fyrr en nokkuð var komið
ofan í Hólalandsfjall. Stöðvaði þá Sigurður snögglega för þeirra
og sagði: „Hvað var þetta? Mér heyrðist eins og staf væri stungið
niður í hjarnið.“ Svo hóaði hann hátt og hvellt. Var tafarlaust hóað
á móti, að þeim virtist skammt fyrir innan. Leið svo nokkur stund,
þar til þeir sáu mann brjótast móti veðrinu og stefna til þeirra. Var
Árni þar komin. Höfðu leiðangursmenn verið áveðurs við Árna og
Tryggur því ekki orðið hans var, en ekki sá til ferða hans vegna
hríðarkófsins. Hafði Árni ekki unað biðinni, er hann hafði fengið
þurrt föt og mat og hvílzt um nokkra tíma, en bjó sig þá aftur út í