Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Blaðsíða 78
76
MULAÞING
um það segir í Æviskrám. Hann kemur fyrst við sögu eftir 1430
sem voldugur ríkur maður og hjálpar Þorvarði Loftssyni og Arna
Dalskegg til að vinna á Jóni Gerrrekssyni biskupi, og það verk er
sjálfsagt unnið í trausti Jóns Maríuskálds, sem þá situr á Breiðaból-
stað í Flj ótshlíð að norskri erkibiskups veitingu og hefur með Ás-
mönnum í Kelduhverfi og Lofti ríka unnið að því að bjarga ís-
lendingum úr klóm Englendinga þá undanfarið. Eflaust er hann í
frændsemi við þessa nefndu menn og svo ríkur, að hann varð lög-
maður 1435, og fæddur mun hann um 1400, því að enn getur hans,
er líður að 1470. Runólfs Pálssonar getur í Bjarnarnesi um 1393
og fyrr, og á hann Bjarnarnes. Teitur átti Bjarnarnes og síðan af-
koinendur hans urn stund, og samkvæmt því, sem nú hefur verið
sagt og sýnt, á Teitur ekki Bjarnarnes nema í ættarrétti og á því
skylt við Runólf Pálsson, og getur hann verið afi hans. Þannig vís-
ar ættarbrigðarétturinn leiðina í ættfræði, betur en allt annað, þeg-
ar heimildir skortir.
UPPTÖK EIÐAAUÐS
Þegar kemur fram á 15. öld, fer það að koma í Ijós, að mikill
fjöldi íslendinga eru stórauðugir menn. Þetta eru þó fyrst og fremsl
höfðingjar landsins, sem fleiri og færri búa í öllum landshlutum.
unaraðstaða. Ég hef sett þetta nokkuð í samband við þá aðals- og
Þetta sýnir sig að vera ættaauður, vissum ættum skapast auðsöfn-
óðalsbændur, sem hér eru að byrja að risa á legg í byrjun 14. aldar
og að nokkru leyti fyrr eða strax með yfirráðum Norðmanna á
landinu eftir 1262—1264. Það hét að herra íslendinga og var norsk
konungsgjörð, sama eðlis sem norskur aðalsdómur, en aðals- eða
óðalsmaður þurfti fyrst og fremst að eiga óðal. Við það var þessi
réttur óaðskiljanlega bundinn, og skýrir það, hversu óðalið var ætt-
bundið og herradómsmaðurinn óðalsbundinn. Tuttugu og fjórir
menn voru gjörðir herrar sama ár, 1316, eftir annálunum gömlu,
en þá var stutt liðið frá því að staðamálum lauk með auknu staða-
veldi kirkjunnar, en 1605 geta annálar þess, að staðir hafi verið
gefnir kirkjunum í Skálholtsbiskupsdæmi, og settist þá nýr biskup
í Skálholt, Árni Helgason, frændi Staða-Árna, en frá láti hans,