Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Blaðsíða 152
150
MÚLAÞING
VIÐAUKI
Fræðimenn einkenna Þorvarð Þórarinsson og bræður hans til
Svínfellinga. Þetta er villandi, og er hætt við, að almennt sé lögð
of mikil áherzla á þetta atriði, þegar hugað er að kynrótum þeirra.
Árið 1148 andaðist „austur að Svínafelli Sigmundr Ormsson
prestur.“ (Sjá konungsannál og biskupasögur II. bls. 248). Sig-
mundur hafði verið tengdasonur Odds prests Gissurarsonar á Val-
þjófsstað og átt dóttur hans, Arnbjörgu Oddsdóttur. Oddur dó
1180. Hann var sonur Gissurar Einarssonar, sem vafalaust hefur
verið bróðir Magnúsar biskups Einarssonar, sem lézt í brunanum
í Hítardal 1148. Gissur var talinn mestur höfðingi á Austurlandi
1118 og hefur vafalaust verið afkomandi Þorsteins Síðu-Hallsson-
ar og Yngveldar Bjarnardóttur frá Hofi í Vopnafirði. Afkomendur
þeirra Þorsteins og Yngveldar komu sumir víða við og þóttu mik-
ilhæfir, eins og þeir áttu kyn til.
Áður en lengra er haldið er rétt að hyggja að, hvernig háttað
er um Valþjófsstað. Þorlákur biskup helgi varð biskup í Skálholti
1178 og hélt til Austfjarða næsta ár. Þá tók hann undir kirkjuna
alla staði á Austurlandi, sem kirkjur voru á, nema Þvottá og Hall-
ormsstað. Það er ekki getið neinnar verulegrar mótspyrnu gegn
þessum aðförum biskups, aðeins talað um óánægju sumra, sem
staðina áttu. Þá eru þeir Oddur og Sigmundur báðir á Valþjófs-
stað og hafa verið prestar þar og farið með völd í syðri hluta Múla-
sýslunnar.
Samkvæmt Vilehinsmáldaga 1397 átti Maríukirkja á Valþjófs-
stað heimaland, þ. e. Valþjófsstað allan. Sennilega hefur svo verið,
a. m. k. frá 1179 og líklega fyrr. Oddur Gissurarson hefur því set-
ið staðinn sem prestur og Sigmundur líka. Ég held að þessir prests-
vígðu höfðingjar á Valþjófsstað hefðu ekki fallizt á að sleppa
staðnum við kirkjuna, ef þeir hefðu talið sig eigendur jarðarinn-
ar. Samkvæmt máldaganum áttu að vera tveir prestar og tveir
djáknar á Valþjófsstað.
Teitur Oddsson, sonur Odds Gissurarsonar, var djákn að vígslu
og bjó á Hofi í Vopnafirði. Það var eins með Hof, að kirkjan átti
heimaland allt. Teitur var höfðingi mikill og hefur búið þar fyrir