Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Blaðsíða 89
MULAÞING
37
leitara, sem fram hefur komið, að kalla hana systur séra Páls í
Kirkjubæ í Tungu Þorsteinssonar, dáinn 1391 aldraður, en sá Páll
gæti verið sonur Þorsteins prests Illugasonar (Skarðs-Steins). En
Sesselja virðist hafa átt eignir á Suðurlandi, og hefur Steinn Dofri
búið til skáldsögu um ætt hennar: Þorsteinsdóttir í Dal (undir Eyja-
fjöllum) Hallssonar Sigurðssonar Seltjarnar, en svo illt blóð er í
mér gagnvart getspeki Steins Dofra, að ég tek naumlega mark á
nokkru, sem hann segir. Þetta mætti þó satt vera, en er út í bláinn
sagt. Stóridalur féll ekki undir kirkjuforræði í staðamálum, svo að
þar bjó fólk í ættarsetu að þeim tíma og eftirleiðis, og það er Andrés-
arætt, og mætti vera, að til hefði verið Þorsteinn Andrésson bróðir
Bótólfs og hann verið faðir Sesselju á Eiðum. Hitt er út í bláinn
og rakalaust. Ekkja Þorsteins gat Guðrún Styrsdóttir verið. Bót-
ólfur virðist liafa búið í Lönguhlíð, síðar Skriðu í Hörgárdal, þar
sem Hrafn sonur hans bjó og síðan Guðmundur dótturmaður Bót-
ólfs faðir Ara og Hrafns lögmanns, sem eflaust hefur búið í Skriðu
í Hörgárdal, en ekki í Rauðuskriðu. Aðra jörð gátu þeir Ari og
Hrafn ekki kallað föðurleifð sína, og öldungis ekki Rauðuskriðu.
Nú deyja bæði þessi hjón í Svarta dauða 1493. Þau eiga þá ung
börn þrjú að tölu. Það elzta virðist vera 6—7 ára, en það yngsta
hefur verið tveggja til þriggja ára. Þau heita Ingibjörg, Ragnhildur
og Jón, sem náttúrlega er rétt til nafns kominn, Páll lætur heita eftir
afa sínum, Jóni manni Ragnhildar Karlsdóttur. Þessi börn fara öll
til uppeldis í Norðurland, að því er virðast má. Árið 1410 eða
1411 giftist Ingibjörg Lofti ríka Guttormssyni, og þarf ekki að efa
það, að til þess hefur hún þurft að eiga mikið fé. Hún er þá talin
14 ára. Hún leggur sér til giftumála Eiða með nieðfylgjandi eign-
um, og átti þó Jón rétt á höfuðbólinu, en er þá barn að aldri, en
á sinn rétt að taka höfuðbólið, ef honum lízt svo að gera, en um-
svif Jóns urðu ekki á Austurlandi, svo að um þetta hirðir hann
ekki, og það er bezt að láta það ekki liggja í láginni, að ættfræði
Steins Dofra og co. hefur ekki tekið rnark á gamalli fræði, sem þetta
hefur fyrir satt, en nú hefur verið gengið frá nokkru í þessu efni,
sein auðveldlega færir ættfærslu Jóns í fyrra horf. Ragnhildur gift-
ist um 1313—’14, og hét maður hennar Hallur Ólafsson, og gefur
Arni biskup mildi honum fé til giftumálanna, því að nokkurs þurfti