Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Blaðsíða 39
MÚLAÞING
37
heyrðist greinilega uin kirkjuna: „Já, og iiún skal sitja,“ og með
hana sat hann það sem eftir var af messunni. Sagt var að þetta hefði
hann gert af stríðni við prest.
SKÁLA-BRANDUR KASTAR GRJÓTI AÐ GUÐMUNDI
Það sem hér segir á eftir er sagt að hafi gerzt í áðurnefndri kirkju-
ferð Guðmundar. Það fylgdist nú að frá kirkjunni Flugustaðafólk-
ið og Guðmundur. Hann stanzaði á Flugustöðum og ræddust þeir
Björn margt við fram eftir kvöldinu. Vildi Björn fá hann til að
gista, en það vildi Guðmundur ekki, kvað hann veður til að gangs
á milli bæja, en glaða tunglsljós var á. Björn sagði honum að hann
ætti gesta von í kvöld, en það væri frændfólk sitt frá Skála á Beru-
fjarðarströnd og vissi hann hvaða fylgju það ætti. Jú, Guðmundur
kvaðst hafa heyrt að því fylgdi svokallaður Skála-Brandur, en við
sig ætti hann ekki sökótt svo hann vissi og mundi því láta sig af-
skiptalausan. Bjöm kvaðst þá ætla að ganga með honum hérna út
á skriðuna. Er þeir komu út hjá svokölluðu Heyhrauni sáu þeir að
fólk kom niður hjá ánni. Sagði Guðmundur við Björn að nú skyldi
hann ekki ómaka sig lengra, heldur ganga heim og taka á móti
gestum sínum. Hélt svo Guðmundur för sinni áfram, en er hann kom
litlu utar, þar heitir Einstaka-Hraun, varð hann þess var að smá-
steinar fóru að tínast til og frá í kringum hann. Þótti honum þetta
kynlegt, en gaf því lítinn gaum, fannst þetita þó óviðfelldið. Stein-
kastið hélzt og kornu sumir steinarnir mjög nærri honum, en engir
i hann. Er hann kom út á svokölluð Klif ofarlega stökk hann upp á
hjarg sem þar er, meira en mannhæðar hátt, og settist þar niður.
Nokkrir steinar skullu á bjarginu, en svo hætti grjótkastið með öllu
og gekk hann óáreittur heim.
BEYKIRINN
I tíð Guðmundar Hjörleifssonar og lengi frameftir eða þar til
vegir fóru að batna og bílar að ganga fluttu Suður-Alftfirðingar
að sér mestan varning úr kaupstað sjóleiðis. Þótti það bæði fljót-
legra og fyrirhafnarminna en að flytja hann á hestbökum um langt
torleiði. Farið var frá Starmýrarlandinu þar sem heitir Skipsnes.
Komið gat það fyrir og ekki ósjaldan að menn tepptust í eystra ef
veður breyttist til liins verra. Eitt sinn að haustlagi fór Guðmundur