Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Blaðsíða 174
172
MÚLAÞING
in miskunn hjá Manga, nú var annaðhvort að duga eða drepast,
út í böðlaði ég þeim á bullandi sund og sjálfur á eftir, næstum allur
á kafi í sjónum, skaut þeim á svipstundu upp á sama steininn og
hinum og brölti sjálfur á eftir úr baðinu.
Nú var allt þetta svaml og sull afstaðið og ærnar allar komnar á
heimleið vel rólfærar, þótt þrekaðar hlytu þær að vera, sem lengst
þurftu að baksa í sjónum. Ég stanzaði andartak á klöppinni og leit
yfir sundið og flúðina, sem ærnar stóðu á. Ég var þess fullviss, að
hefði ég komið svo sem klukkustund seinna, hefði verið útilokað
að bjarga ánum, svo mikið óx flóð og hrim þá stund, sem ég var að
ná þeim í land. Og er ég sá í hríðarsortanum brotsjóina dynja á
klöppinni og þrengjast inn með henni, streyma gegnum sundið, svo
að það líktist straumþungu fljóti, þá fann ég, að ég hafði ekki verið
einn. Æðri máttarvöld höfðu stutt mig á hálu grjótinu. Ég er ekki
kraftamaður. Þó gekk mér jafniétt að koma ánum, rennblautum,
lambfullum og troðnum af þaraáti, upp á steininn og að fleygja
haustlambi upp á réttarvegg. Og ekki var til í mér kvíði né ótti,
meðan ég svamlaði um sundið fram og aftur, ekki frekar en ég
gengi milli búrs og eldhúss. Það komst ekkert að nema þetta eina
— að bjarga ánum, ef þess væri nokkur kostur. Það tókst með guðs
hjálp.
Ég var kominn inn á Drumbufjörubakka, jjegar ég tók eftir, að
ég var sárfættur. Ég hafði haft öðru að sinna en að binda skóþvengi
mína, og nú var skórinn horfinn af öðrum fætinum, leistur og sokk-
ur botnlaus.
Svo brokkaði ég á eftir ánum áfram heimleiðis í svarta byl. Þær
stóðu allar í hnapp við fjárhúsdyrnar, þegar þangað kom, og höfðu
hlaupið rakleitt heim, um leið og jrær sluppu úr sjónum. Ég gaf þeim
vel og mokaði snjó upp að hurðinni. Að því búnu flýtti ég mér heiin
að enduðu dagsverki með ósvikna sigurgleði í brjósti.
Daginn eftir var öskrandi norðanbylur og hafrót. Það hefðu
orðið þung spor að ganga á reka eftir fjörunum og draga upp dauð-
yfli af 19 ám með um 30 lömh innan í sér hingað og þangað með-
fram sjónum — fjórðapart af ærstofni mínum, sem ekki var stærri
á þeim árum.
Ekki varð ánum meint af volkinu, nema einni, sem fékk lungna-