Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Blaðsíða 163
MÚLAÞING
161
ist nokkuð' á því, hvort þeir voru Fagradalsmenn eða Fjarðarheið-
armenn sem kallað v-ar. Mælingar fóru fram á báðum stöðum. Þess
má geta, að Seyðisfjörður hafði það til síns ágætis, að hann var
aðalverzlunarstaður Austurknds, langfólksflesti kaupstaðurinn og
mátti heita höfuðstaður Austurlands. Reyðarfjörður smáþorp. Mæl-
ingar þessar sýndu, að yfir Fagradal mátti fá veg, sem ekki var
brattari en 1 fet á móti 15, en á Fjarðarheiði mældist brattinn 1 á
móti 3, en talið, að með miklum tilkostnaði mætti fá hann niður
í 1 á móti 5. Aftur á móti var Fjarðarheiði þá talin allt að helmingi
styttri, en þá hafa eflaust ekki verið taldir með allir krókar, sem á
veginum þurftu að vera, því að nú er Fjarðarheiðarvegur talinn
vera 23 km, en Fagradalsvegur 35 km talið frá Egilsstöðum. Og
þannig stóðu sakir, að ekki var búið að skera úr um það, hvora
leiðina yrði farið með veginn, þegar ákveðið var að byggja brú á
Lagarfljót. Var efninu í hana skipað upp á Reyðarfjörð 1901
og Jóni ísleifssyni vegaverkstjóra falið að laga veginn, eða réttara
sagt að gera veg á Fagradal, því að þar var enginn vegur áður, svo
að hægt væri að koma þar við vögnum til þess að flytja brúarefnið.
Aðalvegagerðin var í því fólgin að gera skriðurnar akfærar svo og
ryðja verstu torfærur. Okukraftur þekktist þá enginn nema hestarnir.
Flutningar þessir gengu afar seint. Sums staðar, t. d. upp Fagadals-
mynnið, varð að nota talíukraft til þess að hala upp vagnana með
þyngstu stykkjunum. Annars staðar var beitt þremur hestum fyrir
sama vagninn. Þó komst mestallt efnið upp á Biskupshlaup, lengra
var ekki búið að ryðja veginn, og var áformað að aka því á gaddi
yfir dalinn um veturinn. Var því byggður kofi á miðjum dalnum
fyrir menn og hesta. Leið svo fram á veturinn, að lítið var aðhafzt,
aðeins beðið eftir akfæri. Loks sáu menn fram á, að í eindaga var
komið og ekki mundi efnið komast upp að Lagarfljóti um vetur-
inn. Var þá farið að safna saman mönnum. Maður sá, sem stjórn-
aði þessum flutningum, hét Guðmundur og var Hávarðsson og
hafði verið um tíma, einhver ár, úti í Noregi og vanizt þar trjá-
flutningum á hjarni. Einn þeirra manna, sem til flutninganna réð-
ust, var norskur og hét Jens Olsen, þá búsettur á Reyðarfirði. Mað-
ur þessi var ráðríkur og óþjáll undir annarra stjórn, enda sagði
hann fljótlega. „Nu skal jeg kommandere,“ •— Hann lærði aldrei