Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Blaðsíða 127
MIJLAWNG
125
iskröfum sínum gagnvart karlmönnum, að minnsta kosti hvað mennt-
un viðkom.
Af hinum 63 stofnfélögum Bókmenntafélagsins í Norður-Múla-
sýslu voru 20 húsettir í Desjamýrarprestakalli i Botgarfjarðar-
hreppi. Enginn hreppur á landinu hafði lagt félaginu til svo marga
félaga. Er því sýnilegt, að stofnun Bókmenntafélagsins hefur hvergi
á landinu verið tekið með slíkum fögnuði sem í Borgarfirði.
í Borgarfjarðarhreppi eru þrjár kirkjusóknir, Húsavíkursókn,
Desjamýrarsókn og Njarðvíkursókn. 1816 voru 23 menn í Húsa-
víkursókn, en þá tilheyrði hún Klyppsstaðarprestakalli. Desjamýr-
arprestakall náði yfir Desjamýrarsókn og Njarðvíkursókn. I Desja-
mýrarsókn voru þá 100 manns, og náði hún yfir hyggðina við
Borgarfjörð og víkurnar sunnan við Borgarfjörð, aðrar en Litlu-
vík og Húsavík, sem tilheyrðu Húsavíkursókn. En af þeim víkum,
sem tilheyrðu Desjamýrarsókn, voru þá aðeins tvær í byggð, Brúna-
vík og Breiðavik, og var yfir fjallvegi að sækja til þeirra úr aðal-
sveitinni.
Njarðvíkursókn nær yfir Njarðvik og árið 1816 voru íbúar henn-
ar 27 að tölu. Inn af Njarðvík gengur dalur og innan við dalbotn-
inn gnæfa Dyrfjöll. Yzt í dalnum skammt frá sjó standa Njarðvík-
urbæirnir. Aldrei munu þeir hafa verið fleiri en fjórir. Aldrei mun
Njarðvík hafa verið nein kostajörð, en landrými er þar allmikið.
Fyrrum mun þar og hafa verið talsverður reki, og svo tilheyrði
Hafnarhólmi Njarðvíkurkirkju, en hún var bændakirkja. En í Hafn-
arhólma var allmikið æðarvarp. Útræði var og frá Njarðvík, þótt
höfn væri þar ekki góð. Dálítið hefur Njarðvík komið við sögu.
Bar hefst Gunnarsþáttur Þiðrandahana, og þangað kom Flosi, er
hann fór um Austurland að leita sér liðs í eftirmálum Njálsbrennu.
Og þar var fræðimaðurinn Jón Sigurðsson, er skrifaði margar
þjóðsögur fyrir Jón Árnason. Oft sátu fyrr á öldum auðugir bænd-
ur í Njarðvík, og árið 1816 átti jörðina, eða mikinn hluta henn-
ar, 75 ára gamall bóndi, Gísli Halldórsson, er oft var kallaður hinn
ríki. Þar bjuggu og tveir synir hans. Af hinum 27 íbúum Njarðvík-
ur 1816 gerðust sjö stofnfélagar Bókmenntafélagsins, eða 28% af
íbúum sóknarinnar, þar á meðal voru Gísli riki og synir hans tveir,
svo og dóttir hans, 33 ára heimasæta. Er sýnilegt, að þarna hefur