Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Blaðsíða 112
110
MÚLAÞING
verið smávörður. Síðan er stefnt suður Búðatungur. En Búðatung-
ur eru svæðið á milli Sauðár, sem fellur austur úr Hombrynju-
slakka fyrir norðan tungurnar og Hrútár að sunnan og síðar Leir-
daisár, en þessar ár mynda Geitdalsá auk smálækja. Syðst í Búða-
tungum er farið yfir Geitdalsá, og hét þar Ferðamannavað. Nú
veit líklega enginn, hvar það var. Þegar yfir ána er komið, er stefnt
suður með Bratthálsi og fyrir austan Líkavatn og ofan með á þeirri,
sem úr því fellur og nefnd er Fossá. Hún fellur út Fossárdal og til
sjávar í Fossárvík innst við Berufjörð. Síðan var farið út með
firðinum sunnanverðum til Djúpavogs. Fyrrum voru þrír bæir í
Fossárdal, Víðines, Eiríksstaðir og Eyjólfsstaðir. Nú er þar aðeins
einn bær, Eyjólfsstaðir. Hvenær hinir bæirnir byggðust eða lögð-
ust í eyði, veit ég ekki með vissu, en langt er síðan Eiríksstaðir
lögðust í eyði.
Þetta er sú leið, sem Friðrik Eiríksson sagðist hafa farið og hann
taldi algenga leið á þeim árum. En önnur leið var til og mun hún
eldri eða þá farin eftir vissum skilyrðum.
Það var farið eins og fyrri leiðin lá austur úr Hornbrynjuslakka
og austur Búðatungur. (Sennilega draga Búðatungur nafn af því,
að þar hafi verið áningarstaður ferðamanna, enda grösugasti stað-
ur á þessari leið milli byggða). Síðan var farið austur yfir Geitdalsá
og yfir Múlann fyrir norðan Ódáðavötn, austur á Axarveg í Axar-
nesi og ofan í Berufjörð. Axarvegur hefur verið varðaður, og sjást
þess glögg merki ennþá. En hvergi hef ég séð merki eftir vörður
yfir Múlann, enda hef ég heyrt þriðju leiðina nefnda. Hún er sú að
fara yfir Múlann fyrir sunnan Ódáðavötn og koma þá ofan í stafn-
inn á Berufirðinum eða máske ofan Merkihrygg, sem nú hefur verið
ruddur bílvegur á til þess að koma efni eftir til byggingar á stíflu
í Ódáðavötnum. Þetta mun vera elzta og fjölfarnasta leiðin. Hraun.
Auðvitað var til fjórði vegurinn, sem Fljótsdælingar gátu farið,
en hann mun lengstur, en er alfaravegur enn og má nú orðið fara
á bílum á fáum tímum, það er að fara út fyrir Hallormsstaðaháls,
suður Skriðdal og Öxi ofan í Berufjörð og út til Djúpavogs. En eng-
um Fljótsdalsbónda mundi nú koma til hugar að fara þessa leið i
verzlunarerindum, þótt á bíl væri og þaðan af siður á hestum.
Ein er sú leið, sem áður var farin á milli Suðurfjarða og Fljóts-