Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Blaðsíða 100
98
MÚLAÞING
það! — Og af því að nú eru jólin, skal Bjarni sleppa með aura til
Skálholtskirkju, þótt hann enga eigi fyrir hendi. Gissur sér, að þetta
er vasklegur maður, og nú fellur allt í skipið. Bjarni Skeggjason
„útlagi“ skal vera laus af sakferli sínu við mæðgurnar, og af því að
hann á enga fjármuni til að greiða guði fyrir tilvikið, þá skal hann
róa á útvegi Skálholtsstaðar í Vestmannaeyjum næstkomandi vertíð.
Þarna kom það, eins og Halldór bendir á. Dómendur Sesselju láta
Bjarna ekki sleppa og kveða upp yfir honum útlegðardóm eins og
Gretti. Þess er hvergi getið í annálum, en eitt orð Gissurar biskups
upplýsir málið — og þó ekki að fullu. Það veit enginn, hvernig þess-
ari útlegð er varið, en við gerum það, að hann sé aðeins útlægur
af Austurlandi, þ. e. útlægur frá samneyti við menn á Austurlandi.
En það veit enginn neitt, og við verðum að gera þetta, og á sama
hátt gerum við það, að Sesselja fari frá Vallanesi og út með bæjum
í Egilsstaði til Björns lögréttumanns Jónssonar. Þetta er stór kona
í skapi og svo mikil fyrir sér, að hún ræður ein við það að drepa
raann að áliti margra mikilla manna. Og Sesselja má hugsa margt.
Nú er hún búin að missa Egilsstaði og er útskúfuð af kirkjunnar
náðarmeðulum. En það er eitthvað í loftinu. Kannske náð fyrir
synduga menn, að minnsta kosti frá peningagjaldi fyrir syndirnar.
Séra Einar, sjálfur prófasturinn, búinn að kvænast fylgikonu sinni
þvert á móti páfans boði; kannske fara boð hans að gilda lítið? Og
Sesselju finnst hún bæta gráu ofan á svart með syndsamlegum hugs-
unum, og þó finnur hún, að það slær leiftrum í loftið umhverfis
hana. En hvað um allt slíkt! Lifandi manneskjan sér alls staðar
dýrð sköpunarverksins umhverfis sig, og náttúran frjáls og óhindr-
uð nýtur sinna eigin lögmála. Og Sesselja lítur í kring um sig á
Egilsstöðum. Henni þykir vænt um skóginn, og ef til vill á hún þar
lítinn lund, helgan lund, og minningarnar slá henni utan undir, um
leið og þær kyrra hana. — Maður veit svo lítið — en þannig skap-
ast helgidómarnii. Og Sesselja starir í fjarlægð — í nálægð. Skóg-
urinn er henni tákn um það, sem eilífðin sjálf hefur á boðstólum —
að vera alltaf til, og í trausti þess treystir Sesselja eilífðinni fyrir
skóginum.
Hann stendur þarna og starir í norðurátt.
Það strýkur hann blærinn hlýr á dalamótum,