Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Blaðsíða 82
80
MÚLAÞING
vel góðra bænda, og aðstaða kirkjubændanna hafi veriS nokkuS
jöfn til fjárgróSa, þótt jafnan hafi þaS veriS svo, að auðveldara er
að græða fé á einum stað en öðrum í landinu og mörgum hafi reynzt
það um auðinn, sem fornkveðið er, að hann er valtastur vina.
Um 1200 lætur Páll biskup telja þær kirkjur, sem kallaSar eru
söngkirkjur, þ. e. lögkirkjur, og reyndust þær vera 220, og standa
kirkjubændur þá undir ýmsum skyldum vegna kirkjuhaldsins. A
12. öld má gera ráð fyrir því, að kirkjum hafi fjölgað mikið og
jafnframt komið í Ijós, að kirkjubændumir hafi þótzt karlar í
krapinu í kristinsdómssökum og biskupavaldið liafi ekki talið eftir
þeim að þjóna kristninni svikalaust, því að nú sést það um leið,
að orðinn er mesti sægur bænhúsa og hálfkirkna, þar sem tíðir ber
að veita, og mörgum kirkjubændum dugar ekki að halda einn prest,
og þarf nú 290 presta til að þjóna þessum söngkirkjum. Bændur
vel við efni hafa fengið leyfi til að halda þessi bænhús á bæjum
sínum, en kirkjubóndinn skyldur til að veita tíSagjörSina gegn
ákveðnu þjónustugjaldi. Eflaust hafa þessir bændur sloppið við
einhver gjöld til kirkjubóndans, en allt er á huldu um þessa haetti.
Þetta hefur eflaust komið þungt niður á kirkjubændunum, og af
því að þetta er á íslandi, má vita það, að tíundargjaldið hefur ver-
ið misjafnlega mikið ár hvert.*
ÞaS er því tvísýnt, að kirkjubændunum hafi orðið mjög hagfellt
að halda kirkjurnar, og vita má það, aS kirkjuvaldið hefur ekki
hlíft þeim í neinu. ÞaS má beinlínis gruna, að sumir kirkjubændur
* í þessu sambandi er ekki ófróðlegt að athuga það, að svo virðist sem
hreppaskipunin komist á í sambandi við kirkjuna. Þrír fjórðu hlutar tíundar-
innar renna heim í ákveðin landssvæði, til kirkjubóndans, til prests og til fá-
tækra. Kirkjubóndinn og kirkjupresturinn hljóta að fá það fé til ráðstöfunar,
sem fátækir eiga að fá, og þegar vel er að gáð, þá er jafnan ein söngkirkja,
lögkirkja, prestsskyldukirkja, í hverjum hreppi, og hafa þá ákveðin landssvæði
myndazt utan um þá ábyrgð, sem kirkjubóndi og kirkjuprestur báru á lífi
fátæklinga. Hitt er eftir að vita, hvernig fátækrafénu hefur verið skipt milli
þessara „hreppa" lands, en það mætti jafnvel hugsa sér, að orðið hreppur
hafi myndazt af þeim háttum að hreppa þetta fé, eflaust í misjöfnum mæli.
Það er líklegt, að hreppar hafi verið orðnir um 200 á dögum Páls biskups um
1200, en sumar kirkjusóknir voru svo stórar, að fleiri en einn prest þurfti til
þjónustunnar.