Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Blaðsíða 122
120
MÚLAÞING
um nemendahópi, að ég varð við beiðni þeirra. Ég flutti svo þang-
að skömmu síðar, og fór ekki þaðan aftur fyrr en eftir 12 ár.
Þegar ég kom til Borgarfjarðar var í Höfn hjá syni sínum, sem
þá hafði jörðina, gamall bóndi, fæddur á nýjársdag 1830. Hann
hét Þorsteinn Magnússon. Hann var mjög greindur maður, hafði
verið ágætur búhöldur og vel efnaður. Talið var, að hann hefði oft
á manndómsárum sínum verið bjargvættur sveitar sinnar, er í
harðbakka sló. Ég kynntist þessum nafna mínum og féll vel við
hann. Eitt sinn gaf hann mér eintak af níu fyrstu deildunum Ar-
bóka Espólíns. Mér þótti fengur að fá það, þótt það væri vanheilt
og ekki í góðu standi. Á nokkrum áratugum tókst mér að gera það
heilt, en var sarnt ekki ánægður með það. Fyrir nokkrum árum náði
ég í annað eintak af Árbókum, sem var mjög gott. Á sl. vetri gaf
ég dóttursyni mínum og nafna eintakið frá nafna okkar í Höfn. En
áður en ég léti það af hendi, langaði mig til þess að geta rakið sögu
þess frá því að það hefði verið afgreitt frá Bókmenntafélaginu og
skrifa hana framan við það, og varð sú rannsókn orsök þess, að
ég samdi erindi þetta.
Eins og kunnugt er gekkst hinn danski nafnkunni málfræðingur
og Islandsvinur, Rasmus Kristján Rask, fyrir stofnun Hins íslenzka
bókmenntafélags, ásamt séra Árna Helgasyni stiftprófasti, með öfl-
ugum stuðningi Geirs biskups Vídalíns. Geir biskup skrifaði öllum
próföstum landsins bréf og hvatti þá til þess að gerast stuðnings-
menn Bókmenntafélagsins.
Fyrsti fundur Kaupmannahafnardeildar Bókmenntafélagsins var
baldinn 13. apríl 1816, en Reykjavíkurdeildarinnar 1. ágúst sama
ár, og henni tilheyrðu allir félagar búsettir á íslandi. Á næsta ári
á því Bókmenntafélagið 150 ára afmæli. Þegar árið 1817 sendi það
frá sér fyrstu bækur sínar, sem voru 1. deild íslenzkra Sagnablaða,
en þau voru forgengill Skírnis, og 1. hefti Sturlungu. Útgáfa þess
á Árbókum Espólíns hófst árið 1821.
Vík ég nú máli mínu aftur að Árbókaeintakinu, sem nafni minn
i Höfn lét mig fá. Ég minntist þess, að ég hafði séð í fyrstu deild
Sagnablaðanna skrá yfir félaga Bókmenntafélagsins 1817, sem mega
teljast stofnfélagar þess. Eg hafði aldrei áður athugað þessa skrá.
Tók ég nú Sagnablöðin fram og fór að athuga skrána yfir stofn-