Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Blaðsíða 129
MÚLAÞING
127
Ef stofnun Bókmenntafélagsins hefði verið tekið með jafnmikl-
um fögnuði í öllum byggðum landsins sem í Desjamýrarprestakalli,
þá hefðu stofnfélagar þess orðið mörg þúsund, og það hefði þá
þegar í bernsku getað lyft miklu stærri bókmenntalegum Grettis-
tökum en það hefur nokkru sinni gert. En sarnt stendur þjóðin í
mikilli þakkarskuld við stofnendur Bókmenntafélagsins. Bókmennta-
félagið hóf þegar á fyrstu árum sínum bókaútgáfu, er að ýmsu stóð
framar eldri bókaútgáfum hér á landi, að þeim ólöstuðum.
En hvað mun hafa valdið því, að Borgfirðingar fögnuðu stofnun
Bókmenntafélagsins með meiri almennri félagaþátttöku en íbúar
nokkurrar annarrar byggðar landsins? Þriðjungurinn af konum í
öllu landinu, er gerðust stofnfélagar Bókmenntafélagsins, áttu heima
í Desjamýrarprestakalli. Borgarfjörður er kunnur fyrir að vera
meðal mestu harðindasveita landsins. Sveitin er mjög snjóasöm og
alger jarðbönn eru þar tíð. Oft koma þar hættulegir stormar á
haustin, hinir svokölluðu Dyrfjallabyljir. Oft komu óþurrka-sum-
ur. En graslendi er þar mikið og engjar víða góðar. Að sjálfsögðu
er þar misjafnt árferði eins og alls staðar annars staðar. Líklega
hefur árferði verið þar gott 1816 og ef til vill næsta ár á undan. All-
oft gekk þar og fiskur nærri landi, er varð Borgfirðingum gott bús-
ílag. Talið er og, að þeir hafi tíðum hagnazt af verzlun við útlend-
inga, sem fleiri íbúar afskekktra byggðarlaga við sjó. Hefi ég heyrt,
að það hafi verið einkum Hollendingar, er heimsóttu þá. Þeir hafa
og jafnan haft á að skipa mörgum harðduglegum mönnum. Og það
má telja víst, að afkoma bænda hafi verið þar góð 1816, annars
hefðu þeir ekki bundið sér bagga með bókakaupum á þeim tím-
um, er málshátturinn „bókvitið verður ekki í askana látið,“ var
enn í hávegum, og víða í landinu var skammt að minnast hungurs-
neyða og hungurdauða. Óvenjulega mikill bókmenntaáhugi hefur
og hlotið að vera í sveitinni. Séra Engilbert hefur sennilega og glætt
þann áhuga. Ekkja fyrirrennara hans á Desjamýri var þar 1816 og
gerðist stofnfélagi Bókmenntafélagsins og sama ár gekk prestur að
eiga hana. En þá koma ísa- og harðindaár, og 1820, er séra Engil-
bert flutti frá Desjamýri, mun hann hafa verið nær snauður maður.
Ég veit, að mér hefur enn ekki tekizt að skýra að fullu, hvernig
á því stóð, að Borgfirðingar veittu stofnun Bókmenntafélagsins svo