Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Blaðsíða 41
MULAÞING
39
JÓN LÁNGI
Jón hét maður Þorsteinsson, kallaður langi líkiega vegna þess
að hann hefur verið hávaxinn. Hann bjó eða hokraði á litlum parti
af höfuðbólinu Bæ í Lóni. Hann var sagður mesta dusilmenni og
letingi. Fremur var hann laus við heimilið og töldu sumir hann
vergangara og það álit hafði Guðmundur Hjörleifsson á honum.
Þegar hvalinn rak á Starmýrarfjöru hjá Oseyjunum kom margur
á hvalfjöru og þar á meðal Jón langi. Hann kom einn síns liðs, hef-
ur sennilega þurft að stanza á leiðinni. Er hann kom í námunda
þar sem verið var að skera hvalinn stanzaði hann uppi á fjöru-
kambinum og góndi á aðfarirnar við hvalskurðinn. Var þá kallað
til hans og honum sagt að koma nær. Jón færði sig eitthvaö. Guð-
mundur Hjörleifsson átti bunka af skornum hval, gekk þangað, tók
þjós eina mikla og kastaði í áttina til Jóns. Ekki sinnti hann þjós-
inni, en glápti á hana. Gekk Guðmundur þá aftur að henni, hóf
hana á loft og kastaði á fætur Jóns og sagði: „Hana, sérðu hana
nú?“
Það héldu menn að Jón hefði lialdið að Guðmundur ætti ekkert
í hvalnum og ætti því ekki með þetta.
Eitt sinn að vorlagi kom Jón eitthvað austan úr sveitum, hafði
verið að létta sér upp. Hann kom að Starmýri. Ragnheiður kona
Guðmundar bauð honum til baðstofu. Guðmundur var eitthvað las-
inn og lá uppi í rúmi. Hélt Ragnheiður að hann hefði kannski gam-
an af að tala við karlinn því fréttafróður gat hann verið. En Guð-
mundur lét sem hann sæi hann ekki og yrti ekki á hann orði.
Var Jóni fært kaffi og drakk hann lyst sína. Að því loknu .hall-
aði hann sér aftur á bak á rúmið, strauk kviðinn og mælti:
,,Ja, nú er ég búinn að drekka 17 kaffibolla í dag.“
Reis þá Guðmundur upp á olnboga og mælti:
„Það kallar maður nú ofdan fyrir einn vergangara.“ ,
Jón var kvæntur og átti þrjú börn, sem ég heyrði getið um og
hétu. Bóel, Tunis og Þorsteinn. Hann dvaldi hér í sveit öft en aldrei
langdvölum í einu og vann sér aldrei sveit hvorki hér né annars
staðar, enda þurfti þá til þess 10 ár samfellt. Þorsteinn þótti heldur
hægfara og fremur þungur til vinnu, en seig á og var drjúgur verk-
maður, sérstaklega við slátt. Hann þótti fremur leiður til geðs, var