Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Blaðsíða 79
MÚLAÞING
77
1298, hafði verið hiskupslaust í Skálholti, en orrahríð staðið við
Noregskonung, Hákon hálegg, út af íslandsmálum. Ég hef álitið,
að þetta hafi verið gert til að fá höfðingjum landsins aukið afl til
mótvægis kirkjunni, sem sífellt hafði fært sig upp á skaftið með
yfirráð og auðsöfnun. Eigi var það nema helmingur kirkjustaða,
er þá gekk undir óskorað kirkjuvald, og einkum virðast það staða-
bændurnir, sem slegnir eru til herradóms. — Nú sést tvennt:
Kirkjustaðurinn, sem kirkjan réð, auðgast eigi mikið að löndum,
og sést það af Vilchinsmáldaga 1397, að þá eiga kirkjustaðir ná-
lega sömu lönd og síðar kemur fram og jafnan, en prestarnir græða
sjálfir á staðaaðstöðunni og verða ríkir menn, en halda ekki að-
stöðunni nema um sína daga, ættseta í engu tryggð, þótt þess sjá-
ist dæmi, að sonur taki við af föður í prestsdómi. Staðabændurnir
auðgast aftur á móti að löndum, og sá gróði verður ættargróði.
Staðabændurnir halda að vísu kirkjur á sínum stöðum, en hún var
þeirra stofnun og laut þá gildandi kirkjurétti í landinu. Eins og ég
hef bent á, olli þessi tvískipting kirkjustaðanna því einu, að ættar-
setumönnum var í lögum tryggður réttur til að sitja á sinni ættar-
leifð, og kom því ekki til mála, að kirkjan gæti hrakið þá af sinni
staðfestu. Bændurnir höfðu stofnað kirkjuna í landinu og hver á
sinni staðfestu. Þessi kirkjustofnun þeirra var í föstu formi. Oftast
var kirkjunni lagður til hálfur heimastaður og jarðir og kúgildi að
auki, en þessi eignarhluti átti að svara arði, er féll til þjónandi
prests við kirkjuna, prestsmötunni, sem hélzt fram á síðustu tíma,
en í staðinn fengu bændur eflaust kirkjugjöld af viðkomandi sókn-
armönnum og sinn hluta af tíundargjaldinu til að standa undir
kirkjuhaldinu. En prestur fékk í viðbót við prestsmötuna kirkju-
gjöld vegna embættisverka og sinn hluta af tíundinni, og allar kirkj-
ur höfðu legkaup, svo lengi sem dáinn maður hafði efni á að greiða.
Með herradómi, sem stóð í sambandi við norskan aðalsdóm eða
var sama eðlis á lagagrein, stóðu herradómsbændurnir betur að
vígi um yfirráð á sínu svæði, þar sem var réttindalaus almúginn á
aðra hlið. Þó er það ekki fyllilega rétt að orði komizt, þvi að al-
múginn hafði sína þýðingarmiklu vernd í verðkerfi landsins, land-
auraverðkerfinu, hinu snjalla, vitræna viðskipta- og verðkerfi lands-
manna. Þótt munur væri á mönnum, var enginn munur á ánum;