Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Blaðsíða 148
146
MÚLAÞING
hefur gegnt nokkru starfi fyrir konung, svo aS hann hefur haft góð-
an tíma til ritstarfa. Hins vegar eru engar sannanir fyrir því, að
hann sé höfundur Njálu, en það er heldur ekki hægt aS afsanna
þaS. Þorvarður hefur haft næga menntun til að semja Njálu og
rithæfni. Brandur ábóti í Þykkvabæ var föðurbróðir Þorvarðar,
og hann hafði unga menn, sem nutu kennslu í klaustrinu. Sjálfur
fékkst Brandur við ritstörf, og gæti hann átt verulegan þátt í ritun
Njálu og e. t. v. verið höfundur hennar. Skal hér svo ekki rætt
frekar um Njáluhöfund og enginn dómur á lagður um það mál.
Þorvarður hefur verið stórefnaður maður, eins og hin fagra veizla
í Arnarbæli ber vott um. Hann hafði haft sýslu og ýmis embætti
og var tengdasonur þeirra Keldnahjóna, Hálfdánar og Steinvarar
Sighvatsdóttur, en þau réðu yfir miklum eignum.
Hann fór svo til Noregs 1295 og andaðist þar 1296 og hefur þá
verið nálægt sjötugu.
Þegar litið er yfir ævi Þorvarðar, eins og hún kemur fyrir af
þeim gögnum, sem tiltæk eru, blandast engum hugur um, að hann
hefur verið mikilmenni, en fremur óþjáll og ósveigjanlegur og
vantað sveigjanleik Hrafns Oddssonar, m. ö. o. „diplomatiska“
hæfileika. Þess vegna fór sem fór í samskiptum hans viS Árna bisk-
up og jafnvel konung. MetnaSur hans hefur enga andspyrnu þolað.
Þess vegna réðst hann í áhættusama herferð til hefnda eftir Odd
bróður sinn, og þess vegna lét hann drepa Þorgils skarða. Hann
hefur verið hetja, sem aldrei lét bugast, þótt á móti blési, og ör-
uggur í orustum, eins og sést á Þverárbardaga. SjálfstæSur var
hann og ófús til að afsala sér réttindum sínum og annarra.
Kona ÞorvarSar var Solveig Hálfdánardóttir Sæmundssonar og
Steinvarar Sighvatsdóttur. Ekki er kunnugt um samfarir þeirra,
en son áttu þau, er Oddur hét. Ekki er kunnugt um önnur börn
þeirra. Þó er talið, aS þau hafi átt dóttur, er Solveig hét. ÞaS má
þó einkennilegt vera, að dóttir þeirra hafi verið látin heita Solveig,
og varla hefSi það verið gert, nema móðir hennar hefði látizt, er
hún fæddist. Bogi Benediktsson telur, að ÞorvarSur hafi átt son,
sem Þórarinn hét. ÞaS er náttúrlega ekki ómögulegt, að svo hafi
verið, en hvergi er í fornritum aS finna heimild fyrir því. Það er
því hætt við, að hér sé rnálum blandaS um þessi systkini Odds Þor-