Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Blaðsíða 20
18
MÚLAÞING
ar um hann hafa nýlega komið í öðrum íslenzkum tímaritum, fer
ég fljótt yfir sögu í þeim efnum.
Kvæði hans um þrautaþunga, en að lokum sigursæla, brautryðj-
endabaráttu íslenzkra landnema í Nýja Islandi, í kvæðaflokknum
Jóni AustfirSing og víðar, skipar mikið rúm og sérstæðan sess í
skáldskap hans, og er kvæðið „Sandy Bar,“ hjartheitur lofsöngur
hans um íslenzku frumherjana vestur þar, með mestum snilldarbrag.
En jafnframt því, að Guttormur lofsyngur landnemana að verðugu
í „Sandy Bar“ og víðar í snjöllum kvæðum sínum, gerði hann sér
glögga grein fyrir því, hvers vegna þeir eiga slíkan lofsöng skilið,
og undir hvaða merki þeir sigruðu. Þess vegna farast honum þann-
ig orð í „Minni landnemanna“ á 50 ára afmæli Nýja íslands:
Héldu þeir velli
fram í háa elli.
Höfðu hugrekki,
en hopuðu ekki,
er hraðan að þustu
og með hnefum lustu
sorgaratburðir
á sálarhurðir.
Voru þeir að verki
undir víkingsmerki,
að nýjum sáttmála
allt til náttmála,
í fiskiveri
á flæðiskeri,
með hönd á plógi
í hrikaskógi.
Náttúrulýsingar Guttorms bæði í fyrri og seinni bókum hans eru
tíðum mjög snjallar, auðugar af frumlegum samlíkingum, samhliða
hreimmiklu og þróttmiklu málfari. Gott dæmi þess er sonnettan
„Skrúðgangan“ úr nýjustu kvæðabók hans, Kanadaþistli, er jafn-
framt lýsir vel kynnum hans af hljómlist og hljóðfæraslætti, en hann