Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Blaðsíða 108
106
MULAÞING
húsmóðirin sjálf, tók sér sæti framan við hlóðirnar á hvalbeins-
hnúð, sem þar var hafður fyrir sæti (hryggjarliður úr hval), 6at
þar þolinmóð og sigurviss um, að bráðum hlyti að fara að sjóða
vatnið. Malaði hún baunirnar þarna í viðhafnarsæti sínu og beið
eftir, að gufan lyfti lokinu á katlinum. Var þá sótt inn í búrið eir-
kanna allstór, sem alltaf var látin standa á sama stað uppi á hillu.
Var næstum sem í gull sæi, þegar kannan var tekin fram, enda þótti
sopinn úr henni góður. Andlitið á öllum varð svo glaðlegt, svipur-
ir.n svo hýr og laðandi, að það líktist heizt því, þegar presturinn
bað innilega bæn fyrir söfnuði sínum í kirkjunni, og allir fengu
nú sopann sinn vel útilátinn og ég líka.
Þegar ég fór fram göngin eftir að hafa loksins troðið mér í föt-
in, þurfti ég endilega að líta út, en er ég opnaði bæjarhurðina gaus
framan í mig krapagusa. Veðrið var þá svona, norðaustan stinn-
ingskaldi og krapa'hríð mikil.
Næstum jafn snemma tók ég eftir því, að maður stóð utan dyra.
Kenndi ég fljótt, hver kominn var. Var það bóndi sá í Njarðvík, er
Jón hét, Hallgeirsson. Bjó hann þar í svokölluðum Norðurbæ, en
sá bær er nú með öllu horfinn. Jón þessi var komumaður í sveitina
norðan af Bakkafirði. Hafði hann kvongazt hér fyrir austan, og
var kona hans Sigþrúður Bjarnadóttir systir Stefáns, er við Klúku
var löngum kenndur. Voru þessi hjón fátæk mjög, og hugði ég þau
vera fátækasta fólkið í sveitinni, en flest heimili voru þá efnalítil.
Jón Hallgeirsson var nú á leiðinni inn í kaupstað að sækja handa
heimili sínu sitthvað, sem vanhagaði um, kaffi, sykur og fleira,
sem fólk kallaði á stundum sína ögnina eða vitundina af hverju.
Jón slóraði lítið, en hélt svo áfram inneftir. Búningur hans var
svo, að hann var yzt fala í grámórauðum, slitnum og snjáðum
jakka, sem ekki mun hafa verið neitt skjólfat og því síður sem nú
var versta hrakningsveður.
Þegar þetta var, átti sá maður heima á Snotrunesi, er Hermann
hét. Hann var oft inni á Bakkagerði daglega. Hann var eftirtektar-
samur og sagði vel frá. Hermann var líka inni á Bakkagerði þennan
dag, en kom svo heim aftur, svona þegar degi var tekið að halla.
Hann var vanur að segja ferðasöguna, þegar hann kom heim. Sett-
ist hann nú ekki á hjónarúm þeirra Katrínar konu sinnar, meðan