Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Blaðsíða 168
166
MÚLAÞING
sjálfir, ef þeir hafa hug og kjark til, á eigin ábyrgð, en noti ekki
til þess saklaus börn sín og annarra."
Eg hef dregið þetta fram vegna þess, er á eftir kemur, og hefst
nú frásögn Sigurðar Sveinssonar um konungskomuna á Loðmund-
arfjörð, en þó verður að drepa á kafla úr grein Baldvins Jóhannes-
sonar bónda í Stakkahlíð, er sigldi undir bláhvíta fánanum til Seyð-
isfjarðar og sýndi þar með, að hann var enginn veifiskati. Þessi
kafli úr grein Baldvins hljóðar svo:
„Að kvöldi 13. ágúst á 12. tímanum var ég að slá úti á túni.
Loft var þokufullt og norðangustur. Ailt í einu Ieggur bjarma á
suðurfjöllin á nokkru svæði, og þótti okkur slíkt undarlegt og gát-
um til, að mundi stafa af skýjafari. En kl. langt gengin 12 sigldu
konungsskipin inn á fjörðinn og iögðust fyrir akkeri. Sáum við þá,
að ljós þessi stöfuðu af því, þegar þau sigldu fyrir GIetting.“
Mikill undirbúningur var í Loðmundarfirði undir það að komast
til Seyðisfjarðar 14. ágúst, vera á móttökuhátíðinni og kannske sjá
kónginn. Þetta gilti jafnt um eklri og yngri. Loðmfirðingar áttu á
þeim tíma fjögra tonna mótorbát, sem þeir notuðu til flutninga,
Loðmund að nafni.
Að morgni þess 14. risu Loðmfirðingar snemma úr rekkju. Eins
og fyrr er getið, bjuggust allir, sem vettlingi gátu valdið, til ferð-
ar og far gátu fengið með Loðmundi. Margir bæirnir tæmdust al-
veg. Sumir hafa kannske farið á hestum; ég man það ekki. Loð-
mundur byrjaði að taka fólk við Osinn, og var Baldvin Jóhannes-
son hreppstjóri í Stakkahlíð fararstjóri. Flaggstöng hafði verið
smiðuð á Loðmund og sett aftur í skut og þar dreginn að hún blá-
hvíti fáninn. Frá Ös hélt báturinn út með landi, tók fólk á bæjun-
um út með firðinum og endaði í Miðlendingu á Nesi. Ég var einn
þeirra, sem þar fóru um borð, en faðir minn, Sveinn Jóhannsson,
gat af einhverjum ástæðutn, sem ég nú ekki man, farið. Þetta var
mikil stund í svona litlu byggðarlagi, fullur bátur af fólki í sín-
um beztu klæðum, syngjandi af gleði, siglandi undir íslenzkum fána.
Úti fyrir skannnt undan landi lágu hin glæsilegu skip, konungs-
skipið Birma, Hekla, Geysir og Atlanta. Þetta þótti fríður hópur,
enda Loðmfirðingar óvanir að sjá slíkan skipakost.
Frá Miðlendingu var stefnan tekin á Borgarnes sunnanmegin