Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Blaðsíða 35
MÚLAÞING
33
HORNFIRÐINGARNIR
Það var einn vetur og komið fram á jólaföstu. Stillur höfðu ver-
ið um skeið, jörð alauð, frost fremur væg og vötn komin á hald;
þá var það eitt kvöld í rökkri að kvatt var dyra á Starmýri. Tjti
voru fjórir Hornfirðingar. Voru þeir af Bjarnaneshjáleigunum og
höfðu sinn hestinn hver í taumi. Ekki var nafna mannanna getið.
Þeir báðust gistingar sem var til reiðu. Guðmundur spurði á hvaða
ferðareisu þeir væru. Þeir sögðust vera að nota þetta góða færi og
veður til að sækja sér matvöru á Djúpavog, faktorinn mundi láta
þá hafa þetta þótt það væri fyrir áramót. „Jú, þetta getur verið,“
sagði Guðmundur dræmt, „en ekki hefur það nú verið venja hjá
faktornum að lána í reikning fyrir áramót nema innlegg komi á
móti eða inneign sé í reikningi.“ En það höfðu þeir hvorugt. „Jæja,“
sagði Guðmundur, „þið getið reynt þetta, en iila leggst það í mig.“
Næsta morgun héldu þeir för sinni áfram og til Djúpavogs. Þeir
hittu faktorinn á kontórnum og báru upp við hann erindi sitt. Fakt-
orinn spurði um innlegg, en það höfðu þeir ekki. Þá aðra borgun?
Nei, þeir ætluðu að biðja faktorinn að gera svo vel að lána sér
þetta þó það væri fyrir áramót. En þar var þvert nei og um enga
úrlausn að ræða. Og næsta morgun héldu þeir heimleiðis með ber-
klakkaða hestana. Þeir náðu í Starmýri að kvöldi. Guðmundur kom
til dyra. Þeir báðust gistingar sem var til reiðu. Hann spurði hvort
ekki þyrfti að leggja inn farangur. Ekki nema reiðingana, annað
hefðu þeir ekki meðferðis sögðu þeir. „Þá fór að minni getu,“
svaraði Guðmundur, „en þið verðið hér í nótt.“ Hann sagði hús-
körlum að taka hrossin og gefa þeim vel, en gestir gengu til bað-
stofu með Guðmundi. Hann vék sér að konu sinni og spurði hvort
ferðafötin sín væru í lagi. Hún varð hissa og spurði hvort hann
ætlaði eitthvað í ferðalag. Hann kvaðst ætla á Djúpavog með morgn-
inum með Hornfirðingunum til reynslu ef þeir kynnu þá að verða
nokkru nær um sitt erindi. Þeir svöruðu allir í senn að það væri
lilgangslaust, þeir hefðu fengið nógu ákveðið afsvar hjá faktorn-
um. En Guðmundur sagði að þeir væru ekki birgari heima þótt þeir
færu þessa ferð til ónýtis. Sagði hann bezt að fara snemma í hátt
og leggja svo snemma upp að morgni. Varð þetta að vera sem hann
vildi, Næsta morgun lögðu svo þessir sömu menn leið sína norður