Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Blaðsíða 161
MÚLAÞING
159
mó fyrir utan Seljateig um sama leyti. Það var i rauninni ekkert
verkefni til fyrir kerrur á þeim tímum, túnin víða kargaþýfð og
djúpar traðir til heimreiðar á bæina, svo að hestar hlypu ekki út
á túnin, og þær voru það mjóar, að ekki var hægt að aka kerru eftir
þeim og víða ekki hægt að teyma tvo hesta samsíða. Og þó að þær
væru sums staðar nógu breiðar fyrir kerru, var botninn of ósléttur.
A vegum eftir Jón Finnbogason og Björn Jónsson var breiddin
miðuð við það, að tveir menn gætu riðið samsíða og teymt hesta
við hlið sér. En þetta þótti óþarfa eyðsla, og voru slíkir vegir af
sumum kallaðir stássvegir. En nú með vegagerð Páls kom sú tízka
að byggja vegi það breiða, að hægt væri að mætast með kerrur á
þeim, enda fengu þeir nýtt nafn og voru kallaðir trúlofunarvegir,
eins og eftirfarandi staka bendir til:
Áfram heldur ötul þjóð
öngvum kvíða slegin.
Traustan byggir, trygg og fróð,
trúlofunarveginn.
Ekki er mér kunnugt um, hve víða Páll byggði vegi, en hann
byggði veg frá Eyvindarárbrú inn Velli og Skriðdal, sem víða
stendur enn óendurbyggður, og má þar nefna veginn frá Egils-
staðakolli og inn að Höfðá. Hann hefir aðeins verið breikkaður á
köflum, og frá Höfðá er hann óbreyttur inn að Stangarási, nema
þar sem hann hefir flatzt út af umferðinni og auðvitað haldið við
með malaríburði. Frá Stangarási inn að Ulfsstöðum hafa verið
byggðir nokkrir nýir kaflar, en frá Úlfsstöðum inn fyrir Grófargerði
er hann að mestu óbreyttur. Og frá Gilsá inn að Grjótá er hann ó-
breyttur að mestu, nema það, sem orsakaðist af brúarbyggingunni á
Gilsá og nýbyggingu gegnum Sandfellstúnið. Þar fyrir innan var
ekki uppbyggður vegur frá tíð Páls nema stúfur fyrir neðan Eyrar-
teig með tveimur rennum nú aflögðum og brú yfir Hryggstekkjar-
kilinn, sem kölluð er Landssjóðsbrú. Hún er enn á sarna stað endur-
bætt og svo braut frá Jókuaur inn að Víðilæk. Þessi síðasttaldi
stúfur var nokkuð endurbættur 1933 og breikkaður á kafla og
hækkaður. Hann var lagður árið 1900, en endurbættur 1933. Verk-