Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Blaðsíða 57
MULAÞING
55
og göngugarpur. Við fjárgeymslu og leitir kynntist hann fjöllun-
um, fyrst frá Njarðvík og síðar fjöllunum kring um Borgarfjörð,
eftir að hann kom að Gilsárvallahjáleigu. Einnig jók það kynni hans
við fjöllin, að oft var til hans leitað, ef senda þurfti í aðrar sveitir.
Liðu svo tímar fram í janúarmánuð 1884.
Aslaug hafði lengi haft í hyggju að fara í kynnisför og hitta
frændfólk sitt og vini á útbæjum Hjaltastaðahrepps. Nú höfðu veð-
ur verið kyrr um tima og var svo enn þriðjudagsmorguninn 22.
janúar. Réðst þá för Áslaugar, og var Þórður sjálfkjörinn til fylgd-
ar. Gekk Eyjólfur bóndi til fjárhúsa að sinna fénaði sínum, en Þórð-
ur og Áslaug tóku að búast til ferðar. Var Þórður skjótt ferðbúinn,
en Áslaug tafðist við búnað sinn. Gerðist Þórði órótt, er hann beið
albúinn til farar. Gekk hann ýmist út og leit til veðurs eða inn og
hvatti Áslaugu til að hraða búnaði sínum. Er Áslaug loks var ferð-
búin, þótti Þórði of seint að leggja á fjall, en þó varð það úr, að
þau fóru, sérstaklega fyrir áeggjan Áslaugar.
Eins og áður segir, er Hólaland næstinnsti bær i Borgarfirði, en
Gilsárvallahjáleiga, nú nefnd Grund, nokkru utar og þar litlu utar
Gilsárvellir.
Þegar lagt var gangandi á Framfjöll frá Gilsárvallabæjunum var
ekki farið um Hólaland, nema þangað væri sérstakt erindi, þar sem
það er þvert úr leið, og því síður inn á Hólalandsdal, sem er enn
rceira afleiðis, heldur fóru menn upp frá þessum bæjum skemmstu
leið fram og upp hjá Tindfelli. Þar skiptust leiðir eftir því, hvort
rcenn ætluðu inn á Hérað eða til útbæjanna. Þeir sem ætluðu inn á
Hérað, stefndu til Sandaskarða en til Ut-Héraðs lá leiðin upp með
Tindfelli, þar til komið var á Eiríksdalsvarp, og síðan niður Eiríks-
dal. Þessa leið fóru þau Þórður og Á,slaug.
Móðir mín, Sigríður Eyjólfsdóttir, sem þá var 19 ára heimasæla
í föðurgarði, stóð um stund úti á bæjarhlaði og horfði á eftir þeim
Þórði og Áslaugu, þar sem þau héldu til fjalls. Dvaldist henni úti
við kringum bæinn og virti fyrir sér umhverfið. Meðan hún var þar
að viðra sig úti í góða veðrinu, sá hún föður sinn koma frá fjár-
húsunum. Beið hún hans á hlaðinu. Töluðust þau þar við um stund.
Ilafði hann áhyggjur af ferðalagi þeirra Áslaugar og þó sérstaklega
vegna þess, hve þau fóru seint, því óvíst væri, að sama veður héld-