Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Blaðsíða 81
múlaþing
79
mönnum og íslendingum, og þaÖ má gruna, að af giftumálum ís-
lendinga við höfðingjadætur í Noregi hafi borizt mikið fé til ís-
lands, og þá sem auðræði einstakra manna. Ég ætla aðeins að benda
á Möðruvallaauð, Vatnsfjarðarauð og Eiðaauð, en á öllum þessum
stöðum er auðræði mikið fyrir 1400 og fyrir hendi meiri eða minni
ljósar heimildir um norskar tengdir, en enga tæmandi athugun er
hægt að gera í því efni. Ekki er þó hægt annað en taka það með í
reikninginn, að árið 1337 brauzt út hundrað ára stríðið milli Frakka
og Englendinga, sem veldur því, þegar líða tók á öldina, að verðlag
hækkar á útflutningsvöru íslendinga, sem virðist að meginhluta
vera fiskur — harðfiskur — eftirsóttur hermannamatur. Kornrækt-
in minnkar eða hættir að mestu, og þar kom, að fiskurinn er talinn
að hafa fjórfaldazt í verði. Þessar verðhækkanir munu þó fyrst
hafa komið til sögunnar eftir 1400, er fyrir alvöru fór að harðna
í þessu langvinna stríði, sem ekki lauk fyrr en 1439, en þá sést líka,
að orðinn er fjöldi af auðmönnum hringinn í kringum allt land og
silfur í landi, sem ekki er hægt að gizka á, hve miklu nam, og fara
frúrnar að verða auðugar af því, sem kallað var kvensilfurstáss.
í þessu sambandi er rétt að reyna að gera sér þess grein, hver
aðstaða íslenzkra höfðingja var að safna sér auði á fyrirfarandi
öldum. Næsta fáar heimildir eru að styðjast við í því efni. Um 1100
voru sett tíundarlögin, almennur skattur á bændur landsins, sem þá
og jafnan síðan eru þjóðfélagið sjálft. Engar heimildir eru nú til
um það, hve miklu þessi skattur nam, hvorki að magni né auðgildis-
lega séð. Hann hefur þó verið mikið fé. Gissur biskup ísleifsson
kom þessum skatti á með ráði vitrustu manna, og þótti frægðarverk
mikið, en hann kom honum auðvitað ekki á, nema af því að höfð-
ingjar landsins sáu sér leik á borði. Skatturinn skiptist í fjóra hluti,
og hafði Skálholtsstóll einn, fátækir annan, kirkjan hinn þriðja og
prestar hinn fjórða. Það eru höfðingjar landsins, sem halda kirkj-
urnar, og til þeirra rennur þetta fé. En tæpast eru þeir eins margir
um þetta leyti og síðar, og kemur ekki heimild um tölu þeirra fyrr
en hundrað árum síðar. Ef fátæklinga landsins, sem jafnan eru
margir, munar um þetta fé. þá hefur þess sézt staður meðal tiltölu-
legra fárra höfðingja. Gera má ráð fyrir, að af þessum sökum hafi
fljótt borið í sundur um efnahag kirkjubændanna og annarra, jafn-