Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Blaðsíða 84
82
MÚLAÞING
var bændakirkjustaður er gerðist hinn mesti auðstaður. Prestarnir
á Hofi hafa gerzt ríkir menn, og staðurinn er allríkur, en auðgast
ekki gegnum aldirnar, og prestanna getur ekki fyrr en Sæmundar
Þorsteinssonar fjarðar 1388. Hann hefur eflaust verið sonur Þor-
steins Kolbeinssonar auðkýlings og Guðrúnar systur Skarðs-Steins,
er Lárentsíus biskup bannaði samvistir. Guðrún móðir Þorsteins
var dóttir Ingiríðar Filippusdóttur Sæmundssonar frá Odda. Slitrótt
getur þeirra svo á 15. öld prestanna á Hofi. En nú er að athuga þær
heimildir, sem fyrir liggja um tengdir íslendinga við Norðmenn,
þótt hvorki geti það orðið tæmandi að efni né ályktunum.
MÖDRUVELLINGAR
Þórður Hallsson var einn af höfðingjum íslendinga um 1300.
Þá getur hans í staðamálaglímunni og sögu Alfs úr Króki. Hann
kemur með Möðruvelli inn í auðssöguna, en áður getur þar litt
höfðingja, en jafnan síðan. Loftur hét sonur hans og bjó á Möðru-
völlum. Hann var kvæntur norskri konu, Málfríði dóttur Árna í
Aski Ormssonar. Með Lofti virðist Möðruvallaauður færast mjög
í aukana. Þórður var herraður 1294, svo að Loftur hefur verið að-
alborinn, og virðist hér sannast það, er að framan var sagt um
jafnborna íslendinga og Norðmenn, er Loftur fær aðalskvonfang í
Noregi. Dóttir Lofts og Málfríðar hét Ingiríður, og getur ekki ann-
arra barna þeirra. Hún átti Eirík ríka Magnússon á Svalbarði
Brandssonar, og bjuggu þau á Möðruvöllum og Svalbarði, en Loftur
dó 1356. Þau Eiríkur og Ingiríður virðast hafa auð fjár, og Eiríkur
dó 1381. Þau áttu dætur einar, að getið finnst, og var ein Soffía
móðir Lofts ríka að Möðruvöllum. Tvær dætur þeirra áttu bræður
á Ökrum í Blönduhlíð, og virðist þar upphaf Akraauðs, og voru
menn þeirra nefndir hinir riku. Ein át'ti Odd Eiriksson á Ærlæk,
en þar ætla ég upphaf Ásverjaauðs og Odd ættaðan frá Hofi í
Vopnafirði — Eiríksson Oddssonar Þorvarðarsonar hirðstjóra. Ein
þeirra var fylgikona Steinmóðs prests Þorsteinssonar. Hann er kall-
aður „hinn ríki“ í heimildum, en samt er ekki vitað, hverra manna
hann var. Grenjaðarstað fékk hann með veitingu 1394 eða fvrr.
Hér virðist því ótvírætt, að rætur þessa auðs liggi til Noregs.