Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Blaðsíða 90
88
MÚLAÞING
við að eiga Eiðasystur. Af þessu hafa menn gjört, að þeir voru
bræður, Hallur og Árni, og áreiðanlega synir Ólafs helmings —
reyndar ekki víst — en Ólafur mun hafa verið sonur Þorsteins prests
á Möðruvöllum Hallssonar, er mest stóð í móti Jóni skalla Hóla-
biskupi og mest illt hlauzt af (dráp Smiðs sbr. Hallsnafnið), en Ól-
afur hefur átt fyrir konu systur Solveigar Þorsteinsdóttur konu
Björns Jórsalafara. Af þeim sökum hefur Sesselja á Eiðum ekki
verið systir Solveigar konu Björns Jórsalafara, og koma þessar
tengdir í ljós, er tímar líða.
Jón Pálsson hefur sennilega verið alinn upp í Ási hjá Jóni lang
Finnbogasyni hins fyrra í Ási Jónssonar langs, er féll á Grund 1362
með Smið, og hefur Jón sá átt systur Smiðs, sbr. að sonur Finn-
boga 'hét Andrés, getið 1428, og hafa Ásauði bætzt þar jarðeignir
um Suðurland, því að þeir bræður, Bótólfur og Smiður, hafa verið
synir Andrésar í Dal Hrólfssonar, og vísar Andrésarnafnið til Odda-
verja. Andrés Hrólfsson hefur verið auðmaður, en Hrólfur af Skarð-
verjaætt. Ekkja, líklega Smiðs, Guðrún Styrsdóttir, bjó í Dal, og
hjá henni er Loftur ríki ráðsmaður. Gaf hún honum Dal, Stóra-Dal
undir Eyjafjöllum. Það hefði ekki staðizt nema fyrir það, að Loftur
ríki var Skarðverji, og alltaf átti hann Dal. Eftir foreldra sína virð-
ist Jón fá jarðir í Múlaþingi og á Suðurlandi, en gruna mætti, að
auk þess hafi hann fengið jarðir í Noregi, og út er hann kominn
1425 og fær þá Grenjaðarstað, eitt ríkasta léni hérlendis, hjá erki-
biskupi, en erkibiskup átti rétt á að veita fjóra staði á íslandi,
Odda, Hítardal, Breiðabólstað í Fljótshlíð og Grenjaðarstað, en
þessir fjórir staðir voru langríkastir allra kirkjustaða á Islandi.
Hvenær þessi skipun kemst á, veit nú enginn né hvernig erkibiskup
færði sér þetta í nyt, en vitaskuld eru það auðmennirnir, sem fyrir
þessum stöðum sitja og gjalda eflaust ekki lítið í festu, sem svo
var kallað. Jóns leið er síðan breið og þýðingarmikil í þessu þjóð-
lífi, og óhemjuauður stendur að baki honum. Þarf ekki um það
bollaleggingar, að auðmaðurinn faðir hans gat ekki dulizt sögunni,
ef hann var annar en Eiða-Páll.
En hverju nemur Eiðaauður? Það er bezt að fylgja Ingibjörgu
eftir, konu Lofts ríka. Svo sem fyrr segir, hlaut hún að þurfa ó-
hemjufé til giftumála við Loft, þótt reyndar gruna megi, að auður