Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Blaðsíða 97
MÚLAÞING
95
Möðrudal, og var dóttir hennar Ingveldur móðir séra Halls í kirkju-
bæ Högnasonar. Hann dó allgamall 1608, og móðir hans mundi eigi
fædd löngu eftir 1500, en Ragnhildur móðir hennar ekki eftir 1490.
Hennar getur sem Möðrudalshaldara til 1567, að hún sleppir staðn-
um við Hall dótturson sinn. Þetta sér maður, að er hoffólk, og spor
Sesselju og Hallsteins stórmannleg og gagnleg frændum þeirra og
afkomendum, en Hallsteins börn og Sesselju eru óþekkt. Hallsteinn
mun hafa verið kvæntur áður en hann átti Sesselju, og Árni Hall-
steinsson ætla ég að sé einhvers staðar nefndur.
Þetta er niðurstaða mín um valdaprestinn mikla, séra Einar Árna-
son í Vallanesi, og hún mun fara eins nærri réttu lagi og auðið er
-— og verður að gera. Auður og ætt er undirsiaðan að völdum séra
Einars, og hann er að sjálfsögðu upp alinn á Héraði. Hann er dótt-
ursonur Einars Ormssonar og á að bakhjarli Loft ríka, Eiða- og
Vatnsfjarðarættir. Og þótt Solveig Þorleifsdóttir bæri sonarbörn
sín út úr Vatnsfjarðarauðnum, munu þau samt í ýmsu hafa hans
notið og kannske einhvers frá hennar hendi.
Með síðari konu sinni, sem er óþekkt með öllu, átti séra Einar
Sigurð, sem í málaferlunum lenti í Bæ á Ruðasandi um 1600.
Hann hverfur sem hálfgerður vandræðamaður í þeim málaferlum
um 1605, þar sem á erindi hans til konungs — greinargerð á þeirri
ineðferð, sem hann telur sig hafa orðið fyrir af Birni Magnússyni
sýslumanni, en með Sesselju systur hans átti hann tvö böm eða
gekkst við tveimur börnum, er skrifað: „Supplekatia Sigurðar svik-
ara Einarssonar.“ Hann gat þó átt eftir líf hér í landi, þótt eigi sé
frá sagt. 1 Vallaness ártíðarskrá er nefndur Ari Einarsson, er menn
hafa haldið, að væri sonur séra Einars. Það gæti einfaldlega verið
misritun á Árna á Hafursá syni Einars, ella hefur séra Einar átt
þennan Ara með síðari konu. Mikilhæfur maður er á Héraði um
1600, Þorleifur Einarsson. Mér hefur dottið í hug, að hann væri
sonur séra Einars með síðari konu, f. um 1570. Hann var faðir
Högna á Stóra-Bakka, en Rustikus sonur hans er fæddur 1631. Af
þessu Þorleifsnafni hétu margir Þorleifar eystra á 17. og 18. öld,
svo að hann hefur verið vel ættaður. Högni á Stóra-Bakka átti Sal-
nýju Pétursdóttur prests Hallssonar prests á Kirkjubæ Högnason-
ar, er fyrr gat, og er það vaninn, að ættirnar dragi sig saman til