Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Síða 58

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Síða 58
56 MULAÞING ist til kvölds. Ekki sá móðir mín þó neina breytingu á útlitinu, frá því sem verið hafði. Loftið var allt jafngrátt og kyrrð svo mikil, að ekki blakti hár á höfði. Gengu þau síðan í bæinn, en um leið og móðir mín fór inn í bæjardyrnar, tók hún eftir því, að það voru að falla snjókorn eða réttara sagt snjófiygsur, sem flögruðu til og frá í logninu. Var innan stundar komin skæðadrífa og mátti segja, að snjónum mokaði niður. Stóð svo um stund. Siðan fór að hvessa, þó ekki mikið fyrst, en stormurinn smáfærðist í aukana, þar til kom- ið var ofsaveður með feikilegum fannburði. Þeim Þórði og Áslaugu hafði sótzt vel gangan, meðan góða veðr- ið hélzt, og voru komin ofan til í fjallið, þegar byrjaði að snjóa. Þótti þeim líklegt, að þessi ákafa snjókoma væri aðeins él, sem bráð- lega birti aítur. Héldu þau því hiklaust áfram norður yfir Eiríks- dalsvarp. Fengu þau veðrið þar beint í fangið, og varð brátt svo mikill veðurofsinn, að ekki gerði betur en þau réðu sér. Varð nú Þórður hvort tveggja að gera; gæta þess að halda réttri stefnu og hins að missa ekki Áslaugu frá sér út í hríðina. Þegar niður á dal- inn kom, höfðu þau veðrið lítið eitt á hægri hlið. Snjónum hafði sópað í dyngjur, hvar sem lægð var eða lautardrag. Sóttist þeim nú ferðin seint, meðal annars vegna þess að Áslaug gat ekki hamið pilsin; þau þvældust og slógust um fætur hennar, svo að hún steig í þau öðru hvoru, sérstaklega þar sem ófærðardyngjur voru. Þó héldu þau ótrauð áfrarn, þar til þau allt í einu sukku í fönnina og stóðu um leið í vatni. Höfðu þau hrökklast út á Eiríksdalsána, 6em fellur niður endilangan dalinn. Tók skörin Þórði nær undir hönd. Kom hann Áslaugu upp úr í skyndi, stökk síðan sjálfur upp úr og velti sér í snjónum til þess að ná úr sér mesta vatninu. Hjálpuðust þau því næst að við að þerra vatnið úr fötum sínum sem bezt. Varð þetta allmikil töf. Síðan héldu þau enn áleiðis niður dalinn. Áslaug var óvön hrakningum og útiveru í vondum veðrum. Hafði hún verið heit af göngunni, en nú setti að henni óskaplegan kulda- hroll. Sótti brátt á hana svefndrungi og magnleysi svo mikið, að hún gat naumlega dregizt áfram. Þó vannst þetta smátt og smátt ineð hjálp Þórðar, þar til komið var niður að Álfasteinum. Það eru stakir steindrangar, sem standa neðan til á dalnum. Var þá Áslaug orðin mjög köld og algerlega magnlaus. Er þau voru komin þar í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.