Jökull


Jökull - 01.12.1984, Page 180

Jökull - 01.12.1984, Page 180
virðist. Neðsti hlutinn mun ekki hafa verið á hreyfingu í sumar svo merkjanlegt væri. FJALLSJÖKULL Flosi tekur fram: Jökullinn er sléttari en und- anfarin ár. Um miðjan júlí sáust allmiklir jakar inn eftir lónbotni í Breiðamerkurfjalli. Úr lóninu mun hafa hlaupið án þess að hlaupsins yrði greini- iega vart í Fjallsá. Meira ber nú á klöpp í jökul- jaðrinum við Breiðárútfall en í fyrrasumar. BREIÐAMERKURJÖKULL Flosi tekur fram: Nú sjást ekki sprungur í jaðri jökulsins við Breiðamerkurlón, sem gætti nokkuð í fyrrahaust. Steinn Þórhallsson tekur fram: Á árinu 1980 mun vatn hafa hætt að safnast í lónið í Veður- árdal. Áður átti Veðurá það til að þorna alveg, en nú er alltaf sírennsli í henni. Áin kemur nú undan jöklinum inn með Fellsfjalli, þar eru klappir und- ir. Jökuljaðarinn er þykkur og brattur. Veðurá fellur svo í miklum bratta niður á aurana og meðfram jöklinum. Hún fellur þar í jaðarslón. Nokkru vatnsmeiri fellur hún svo í Stemmulón. Stemmulón teygir sig meir og meir í áttina að Jökulsárlóni. Haftið á milli lónanna er orðið mjótt. HOFFELLSJÖKULL Þrúðmar gerir mælingunum ítarleg skil og tekur fram: Hoffellsjökull skríður niður á milli Gæsaheiðar að vestan og Múla að austan. Þegar nokkru framar (sunnar) kemur klofnar hann á Svínafellsöldutanga. Eystri jökulálman heldur Hoffellsnafninu og er á milli Geitafells að austan og Svínafells að vestan. Undan jöklinum falla Austurfljót (Hornafjarðarfljót). Vestari jökul- álman er á milli Svínafells að austan og Jökulfells að vestan. Jökullinn er nefndur Svínafellsjökull. Undan honum falla Suðurfljót, sem síðar samein- ast Austurfljótum. Síðasta mannsaldurinn hafa bæði þessi jökulvötn komið úr jaðarslónum og eru því sæmilega föst í rásinni. Breytingar á Hoffellsjökli það sem af er öldinni eru að hann hefur lækkað mjög mikið (þynnst). Á síðustu 50 árum hefur hann samt aðeins hopað um 260 metra. Staða Hoffellsjökuls 1930 mun hafa verið nær sú sama og 1900 og þar eru fremstu mörk, sem sjáanleg eru eftir Hoffells- jökul. Árið 1950 var komið dálítið jaðarslón innan við útfallið frá Hoffellsjökli. Árið 1970 náði það að austan inn með Geitafelli inn fyrir Efstagil, og að vestan álíka langt inn með Öldutanga. Frá fremstu (syðstu) tá jökulsins náði vatnið nálægt 2 km inn með hvoru megin. Þessi staða er í aðalat- riðum óbreytt í dag. Eina verulega breytingin er að jökultungan er alltaf að þynnast. Jaðarslónið hefur alltaf verið mjótt, lengstaf 30 til 100 m á breidd, en all breytlegt. Þessi jökultunga er 2 km á lengd út og suður og um 1 km á breidd austur/vestur. Hún er umflotin á þrjá vegu og nær aðeins lítið eitt upp úr vatns- skorpunni. Hún virðist hálfpartinn á floti, að minnsta kosti ýtist hún fram öðru hvoru án þess að um mikinn þrýsting sé að ræða. Engar hrannir myndast þótt framskrið eigi sér stað. Fremstu mörk jökultungunnar færast til um nokkra tugi metra milli ára. Á árunum laust eftir '60 var lónið einna breiðast, þ.e.a.s. þá var jökuljaðar kominn Iengst til baka. í júlí í sumar var jökultotan 50 m frá öldunni, þ.e.a.s. breidd lónsins, en nú 26. nóv. ‘83 var hún landföst. Þetta er hin venjulega breyting milli ára, sitt á hvað. Síðan jökullinn Iækkaði nægilega flýtur hann fram. Eins og fyrr segir hefur Hoffellsjökull lækkað mjög mikið. Það sést meðal annars vel á því hvað fjallið Nýju-Núpar hefur komið upp úr jökli á síðustu 40 árum, þar tók að ydda á jökulsker upp úr aldamótunum síðustu. Einnig er augljóst að jökullinn hefur lækkað verulega þar sem hann skríður niður með Múlanum, en hopið er samt aðeins 260 m síðan um aldamót. Um Svínafellsjökul gegnir allt öðru máli. Hann hefur hopað röskan hálfan þriðja kílómetra síðan 1930 og frá aldamótum til 1930 hopaði hann um nokkur hundruð metra. Gömlu viðmiðunarmerk- in eru enn þekkt. Svínafellsjökull liefur gróft sagt hopað 10 sinnum hraðar en Hoffellsjökull. í þessu sambandi er rétt að veita því athygli, að frá Svínafelli, sem í daglegu tali er nefnt „Svína- fellsgöltur" liggur allhár klapparháls, sem nefnd- ur er Öldutangi, í átt að Gæsaheiði vestan Hof- fellsjökuls. Þessi klapparás virðist draga úr skriði jökulsins vestur á leysingasvæði Svínafellsjökuls, þarna er einskonar vítt og mikið yfirfall við háa jökulstöðu. En annað er uppi á teningnum þegar jöklar lækka, má vera að þarna sé skýringin á því hvað Svínafellsjökull hopar hratt síðan jöklar tóku að lækka. Hér að framan eru skýringar og athugasemdir Þrúðmars Sigurðssonar. Rétt er að veita því at- hygli að allt, sem skrifað hefur verið í Jökul um 178 JÖKULL 34. ÁR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.